Rekstraryfirlit - 2021

Málsnúmer 2101007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 687. fundur - 09.03.2021

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstrarreikning fyrir tímabilið 01.01.2021-31.01.2021.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 692. fundur - 20.04.2021

Lagt fram
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur fyrir tímabilið janúar til febrúar 2021.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 06.05.2021

Hafnarstjóri lagði fram til kynningar rekstraryfirlit vegna fyrstu þriggja mánaða yfirstandandi árs með samanburði við fyrra ár og gildandi fjárhagsáætlun. Tekjur hafna Fjallabyggðar eru 14,0 mkr. hærri en tekjur sama tímabils fyrra árs og 13,5 mkr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrargjöld eru einnig hærri en þau voru á fyrra ári sem og áætlun gerði ráð fyrir, þar ræður mestu kostnaður vegna aukinna umsvifa og viðhaldsverkefna sem unnin hafa verið í vetur. Rekstrarafkoma hafnarinnar er, fyrstu þrjá mánuði ársins, jákvæð um 1,0 mkr. Sem er mun betra en samtímaafkoma fyrra árs sem og áætluð afkoma.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 706. fundur - 19.08.2021

Lagt er fram til kynningar rekstraryfirlit sveitarsjóðs fyrir tímabilið 01.01 2021 til 30.06 2021.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir sjö mánaða rekstraryfirlit bæjarsjóðs.

Helstu niðurstöður eru að tekjur samstæðu eru 12% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir sem og samtímatölur fyrra árs, rekstrargjöld eru 10% hærri en áætlun gerði ráð fyrir og 14% hærri en samtímatölur fyrra árs. Tekjuhækkun skýrist að mestu af hærri útsvarstekjum og því að framlög Jöfnunarsjóðs hafa lækkað minna en áætlun sjóðsins gerði ráð fyrir. Hvað varðar hækkun rekstrargjalda þá stafar hækkun á milli ára að langmestu leyti af hækkun launakostnaðar sem stafar annars vegar af launahækkunum og hins vegar af launakostnaði vegna styttingar vinnuviku. Launakostnaður er 3,8% undir áætluðum launakostnaði 2021. Rekstrarniðurstaða samstæðu samkvæmt framlögðu yfirliti er neikvæð um tæpar 91 millj.kr.

Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21.10.2021

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir átta mánaða rekstraruppgjör sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 729. fundur - 10.02.2022

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir tólf mánaða rekstraryfirlit samstæðu, hafnarsjóðs og Hornbrekku.
Lagt fram