Bæjarráð Fjallabyggðar

389. fundur 21. apríl 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ýmis mál sem tengjast KF

Málsnúmer 1503067Vakta málsnúmer

Á 388. fundi bæjarráðs, 14. apríl 2015, var lagt fram yfirlit um framlög/styrki/rekstrar- og þjón.samninga vegna Knattspyrnufélags Fjallabyggðar á árinu 2014.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir að fulltrúi KF kæmi á fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs mætti Óskar Þórðarson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.

Bæjarráð leggur áherslu á að drög að samningum verði lögð fyrir næsta bæjarráðsfund til umfjöllunar.

Ein af beiðnum KF var að fá leigða íbúð fyrir þjálfara/leikmenn.
Bæjarráð vill taka fram að bæjarfélagið á einungis leiguíbúðir sem er ráðstafað á félagslegum grunni.
Engar íbúðir eru til ráðstöfunar að svo stöddu.

2.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

114. fundur bæjarstjórnar, 15. apríl 2015, samþykkti að vísa umfjöllun um gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið.

3.Malbiksyfirlagnir, verðkönnun

Málsnúmer 1504039Vakta málsnúmer

Niðurstaða verðkönnunar í malbiksyfirlagnir fyrir Fjallabyggð kynnt.

Þrír aðilar skiluðu einingaverðum, Colas, KM malbikun og Kraftfag.

Niðurstaða:
Colas
Nýlögn 5 cm Y11, 4900 kr/m2
Yfirlögn 4 cm Y11, 4000 kr/m2

KM Malbikun
Nýlögn 5 cm Y11, 4250 kr/m2
Yfirlögn 4 cm Y11, 3650 kr/m2

Kraftfag
Nýlögn 5 cm Y11, 3970 kr/m2
Yfirlögn Ólafsfirði 4 cm Y11, 3520 kr/m2
Yfirlögn Siglufirði 4 cm Y11, 3620 kr/m2

Bæjarstjóri fór yfir athugasemdir sem bárust frá KM Malbikun vegna verðkönnunar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Kraftfag á grundvelli verðkönnunar.

4.Hlíðarvegur 18-20 Siglufirði

Málsnúmer 1502104Vakta málsnúmer

384. fundur bæjarráðs, 17. mars 2015, samþykkti að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við kauptilboðsgjafa, Þröst Þórhallsson, í húsnæðið að Hlíðarveg 18-20 Siglufirði.

Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera bjóðanda gagntilboð á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.

5.Ólafsvegur 30, íbúð 202 Ólafsfirði - Kauptilboð

Málsnúmer 1504011Vakta málsnúmer

Á 388. fundi bæjarráðs var samþykkt að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölu á Ólafsvegi 30, íbúð 202 Ólafsfirði á þeim forsendum sem ræddar voru á fundinum.

Lagt fram staðfest kauptilboð að upphæð 6,0 millj.

Bæjarráð samþykkir tilboðið.

6.Ólafsvegur 28, íbúð 203 Ólafsfirði - Kauptilboð

Málsnúmer 1504040Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö kauptilboð í Ólafsveg 28, íbúð 203 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölu á Ólafsvegi 28, íbúð 203 Ólafsfirði á þeim forsendum sem ræddar voru á fundinum.

7.Starfsmannahald - Leikskóli Fjallabyggðar

Málsnúmer 1504041Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom Olga Gísladóttir leikskólastjóri.

Farið var yfir starfsmannahald leikskólans og þær breytingar sem þarf að gera á fjárhagsáætlun 2015 vegna vanáætlunar.

8.100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018

Málsnúmer 1305050Vakta málsnúmer

114. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs.

385. fundur bæjarráðs hafði samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að stofnuð yrði afmælisnefnd, sem yrði skipuð fimm fulltrúum og fimm til vara.

Bæjarráð samþykkir að afmælisnefnd verði skipuð 7 fulltrúum og sjö til vara.

Bæjarstjóri verði formaður.
Aðrir í stjórn verði:
fulltrúi Siglfirðingafélags og Vildarvina
tveir frá meirihluta
tveir frá minnihluta og
markaðs- og menningarfulltrúi.

9.Styrktarsjóður EBÍ

Málsnúmer 1502094Vakta málsnúmer

388. fundur bæjarráðs, 14. apríl 2015, vísaði tillögum markaðs- og menningarfulltrúa, Kristins J. Reimarssonar að umsóknum í styrktarsjóð EBÍ til umsagnar markaðs- og menningarnefndar.
15. fundur Markaðs- og menningarnefndar, 16. apríl 2015, lagði til við bæjarráð að sótt verði um styrk til að setja upp upplýsingaskilti við hafnir Fjallabyggðar þar sem vakin er athygli á lífríki hafnanna.

Bæjarráð samþykkir tillögu Markaðs- og menningarnefndar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að senda inn umsókn til Styrktarsjóðs EBÍ.

10.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1404008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar Minjastofnunar, dagsett 8. apríl 2015, við umsókn bæjarfélagsins um styrk úr húsafriðunarsjóði til lagfæringa á Kirkjuvegi 4, Ólafsfirði.

Ekki reyndist unnt að styrkja verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa húsið til sölu með þeirri kvöð að kaupanda verði gert að gera húsnæðið upp og bæjarfélagið veiti styrk að upphæð 3 milljónir til endurbóta, sem verða greiddar út samkvæmt framgöngu verksins.
Endurbótaframlag tengt sölu hússins verði tímabundið og miðist við að húsið verði selt fyrir 1. júní 2015.

11.Kynning á fyrirtækinu Ráðrík ehf

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík ehf, sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir sveitarstjórnir, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á þeirra vegum.

12.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15

Málsnúmer 1504006FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 16. apríl 2015, lögð fram til kynningar.

13.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88

Málsnúmer 1503010FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 17. apríl 2015, lögð fram til kynningar.

14.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18

Málsnúmer 1504007FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 16. apríl 2015, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.