100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018

Málsnúmer 1305050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21.05.2013

Lagt fram erindi formanns Vildarvina Siglufjarðar og formanns Siglfirðingafélagsins þar sem sveitarfélagið er kvatt til þess að standa vel að 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðarkaupstaðar 20. maí 2018 og að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar menningarnefndar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28.10.2013

Lagt fram erindi formanns Vildarvina Siglufjarðar og formanns Siglfirðingafélagsins þar sem sveitarfélagið er kvatt til þess að standa vel að 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðarkaupstaðar 20. maí 2018 og að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi.

296. fundur bæjarráðs samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar menningarnefndar, nú markaðs- og menningarnefndar.


Markaðs- og menningarnefnd þakkar ábendingu og tekur jákvætt í erindið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

Lagt fram erindi frá Siglfirðingafélaginu og Vildarvinum Siglufjarðar, dagsett 24. febrúar 2015.
Í tengslum við 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarafmæli Siglufjarðar þann 20. maí 2018, er lagt til að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi afmælisins.

Bæjarráð telur rétt að haldið sé upp á stórafmæli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og samþykkir að vísa erindinu og frekari undirbúningsvinnu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 12.03.2015

Á fundi bæjarráðs þann 10. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Siglfirðingafélaginu og Vildarvinum Siglufjarðar þar sem lagt er til að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar.
Bæjarráð telur rétt að haldið sé upp á stórafmæli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og samþykkir að vísa erindinu og frekari undirbúningsvinnu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
Markaðs- og menningarnefnd fagnar því að bæjarráð vilji halda upp á stórafmæli og bendir á að í ár á Ólafsfjörður 70 ára kaupstaðarafmæli en þau fékk bærinn 1. janúar 1945. Jafnframt eru 110 ár, þann 20. október nk. frá því að Ólafsfjörður, áður Þóroddsstaðarhreppur, hlaut verslunarréttindi.
Jafnframt vekur nefndin athygli bæjarráðs á því að á næsta ári (2016) eru 10 ár frá sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að þessum tímamótum verði fagnað og óskar eftir að bæjarráð veiti fjármagni í þessa viðburði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24.03.2015

Á fundi bæjarráðs þann 10. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Siglfirðingafélaginu og Vildarvinum Siglufjarðar þar sem lagt er til að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að stofnuð verði afmælisnefnd, sem yrði skipuð fimm fulltrúum og fimm til vara.

Bæjarstjóri verði formaður.
Aðrir í stjórn verði:
fulltrúi Siglfirðingafélags og Vildarvina
einn frá meirihluta
einn frá minnihluta og
markaðs- og menningarfulltrúi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21.04.2015

114. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs.

385. fundur bæjarráðs hafði samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að stofnuð yrði afmælisnefnd, sem yrði skipuð fimm fulltrúum og fimm til vara.

Bæjarráð samþykkir að afmælisnefnd verði skipuð 7 fulltrúum og sjö til vara.

Bæjarstjóri verði formaður.
Aðrir í stjórn verði:
fulltrúi Siglfirðingafélags og Vildarvina
tveir frá meirihluta
tveir frá minnihluta og
markaðs- og menningarfulltrúi.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 07.02.2018

Fundargerð síðasta fundar afmælisnefndar fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar lögð fram til kynningar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 07.03.2018

Farið yfir stöðu undirbúnings fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar sem er 20. maí nk.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 04.04.2018

Fundargerð síðasta fundar afmælisnefndar fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar lögð fram til kynningar.

Afmælisnefnd vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar - 5. fundur - 24.04.2018

Farið yfir fundargerð síðasta fundar.

Verðkönnun fór fram vegna kaffiveitinga fyrir afmælisboð í íþróttahúsinu fyrir bæjarbúa á afmælisdaginn og móttöku vegna boðsgesta í Ráðhúsinu. Ákveðið að semja við lægstbjóðendur, Aðalbakarann vegna kaffisamsætis í íþróttahúsi og Kaffi Klöru vegna móttöku í Ráðhúsi.

Á næstunni verða send út boðsbréf vegna móttöku í Ráðhúsi á afmælisdaginn. Meðal boðsgesta eru fyrrverandi og núverandi bæjarfulltrúar, bæjarstjórar, þingmenn, forseti og forsætisráðherra ásamt mökum þeirra.

Farið yfir hugmynd að útlitshönnun á auglýsingu og dreifibréfi með dagskrá afmælisins.

Rakel, upplýsti að Siglfirðingablaðið kæmi út á næstunni og í því er dagskrá afmælisdagsins.

Búið er að hanna og framleiða barmmerki í tilefni afmælisins. Barmmerki verður dreift í kaffisamsæti og móttöku á afmælisdaginn.

Afmælisbridgemót í tilefni af 80 ára afmæli Bridgefélags Siglufjarðar og 100 ára afmæli Siglufjarðar verður haldið 14.-16. september. Óljóst er með skákmót í tilefni afmælisins sem hugmynd er um að halda.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 09.05.2018

Farið yfir stöðu undirbúnings fyrir afmælishátíðina. Lokahönd verður lögð á undirbúning á fundi afmælisnefndar föstudaginn 11. maí.

Afmælisnefnd vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar - 6. fundur - 14.05.2018

Lokafundur afmælisnefndar.
Verið er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Bæta þarf við salernisaðstöðu og verður salernishús staðsett norðaustan við íþróttahúsið á meðan afmælishelginni stendur.
Verið er að leggja á ráðin með bílastæði fyrir gesti hátíðar og verður auglýsing birt í Tunnunni um hvar leggja megi bílum.
Farið yfir dagskrána og framkvæmd afmælisdagsins.