Malbiksyfirlagnir, verðkönnun

Málsnúmer 1504039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21.04.2015

Niðurstaða verðkönnunar í malbiksyfirlagnir fyrir Fjallabyggð kynnt.

Þrír aðilar skiluðu einingaverðum, Colas, KM malbikun og Kraftfag.

Niðurstaða:
Colas
Nýlögn 5 cm Y11, 4900 kr/m2
Yfirlögn 4 cm Y11, 4000 kr/m2

KM Malbikun
Nýlögn 5 cm Y11, 4250 kr/m2
Yfirlögn 4 cm Y11, 3650 kr/m2

Kraftfag
Nýlögn 5 cm Y11, 3970 kr/m2
Yfirlögn Ólafsfirði 4 cm Y11, 3520 kr/m2
Yfirlögn Siglufirði 4 cm Y11, 3620 kr/m2

Bæjarstjóri fór yfir athugasemdir sem bárust frá KM Malbikun vegna verðkönnunar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Kraftfag á grundvelli verðkönnunar.