Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18

Málsnúmer 1504007F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21.04.2015

Fundargerð frá 16. apríl 2015, lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 30.04.2015

Forseti bæjarstjórnar, Ríkharður Hólm Sigursson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn kl. 17:00. Ríkey lagði fram skóladagatal Grunnskólans fyrir skólaárið 2015-2016. Ríkey fór yfir dagatalið og svaraði fyrirspurnum. Skóladagatalið er samræmt meðal grunnskólanna á Eyjarfjarðarsvæðinu.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey kynnti niðurstöður úr foreldrakönnun skólapúlsins fyrir 1.-7. bekk. Skólastjóra falið að taka saman helstu niðurstöður könnunarinnar fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey kynnti niðurstöður úr foreldrakönnun skólapúlsins fyrir 8.-10. bekk. Skólastjóra falið að taka saman helstu niðurstöður könnunarinnar fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey gerði grein fyrir niðurstöðum Olweusarkönnunar 2014. Einelti mælist 6,3%. Á landsvísu mælist einelti 4,8%. Bókun fundar Til máls tók Brynja Hafsteinsdóttir.
    Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Skólastjóri lagði fram yfirlit yfir skráningu í skólamötuneytið Grunnskóla Fjallbyggðar fyrir starfsstöðina á Siglufirði. Í samantektinni kemur fram að heldur hefur dregið úr skráningu nemenda í skólamötuneytið en í aprílmánuði er skráningin 48%. Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Kristinn Kristjánsson og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey lagði fram til kynningar sjálfsmatsskýrslu og sjálfsmatsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar. Við sjálfsmat í Grunnskóla Fjallabyggðar er stuðst við sjálfsmatstækið Gæðagreinar 2. Auk þess er fengist við annað mat á starfi skólans s.s. með viðhorfskönnun meðal nemenda, foreldra og starfsmanna skólans. Ríkey kynnti þriggja ára áætlun skólans, sem nær yfir alla helstu þætti skólastarfsins.
    Ríkey vék af fundi kl. 18:10
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Olga Gísladóttir, skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn kl. 18:10. Olga lagði fram greinargerð með svörum við einstaka liði skýrslu Vinnueftirlitsins, vegna úttektar á Leikskólanum sem gerð var 12. febrúar síðastliðnum. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Olga lagði fram skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2015-2016. Olga fór yfir dagatalið og svaraði fyrirspurnum.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatal Leikskólans.
    Olga vék af fundi kl. 18:30.
    Ásdís Sigurðardóttir vék af fundi kl. 18:30.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn kl. 18:30. Magnús lagði fram skóladagatal Tónskólans fyrir skólaárið 2015-2016. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatal Tónskólans. Undir þessum lið ræddi Magnús um einnig um ýmis skipulagsmál skólans.
    Magnús vék af fundi kl. 18:50.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 36,9 millj. kr. sem er 100% af áætlun tímabilsins sem var 36,8 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 107,6 millj. kr. sem er 97% af áætlun tímabilsins sem var 110,4 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Lagt fram til kynningar samkomulag Kennarasambands Íslands f.h. Félags grunnskólakennara á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á kjarasamningi aðila Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.