Ýmis mál sem tengjast KF

Málsnúmer 1503067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30.03.2015

Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar móttekið 19. mars 2015, um atriði er tengjast bæjarfélaginu og KF á einn eða annan hátt.
Sex atriði eru talin upp og óskar félagið ýmist eftir svörum frá sveitarfélaginu eða að ákveðin vinna verði sett í gang til að klára ýmis mál.

Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að taka saman upplýsingar um beina og óbeina styrki sem veittir voru til félagsins á árinu 2014 og samþykkta styrki fyrir árið 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 388. fundur - 14.04.2015

Á 386. fundi bæjarráðs, 30. mars 2015, var lagt fram bréf frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar, um atriði er tengjast bæjarfélaginu og KF á einn eða annan hátt.
Sex atriði eru talin upp og óskar félagið ýmist eftir svörum frá sveitarfélaginu eða að ákveðin vinna verði sett í gang til að klára ýmis mál.

Bæjarráð samþykkti að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að taka saman upplýsingar um beina og óbeina styrki sem veittir voru til félagsins á árinu 2014 og samþykkta styrki fyrir árið 2015.

Lagt fram yfirlit um framlög/styrki/rekstrar- og þjón.samninga vegna Knattspyrnufélags Fjallabyggðar á árinu 2014. Sömu forsendur liggja til grundvallar fyrir árið 2015.
Ekki lá fyrir reiknuð upphæð vegna afnota af útiæfingasvæðum til knattspyrnuiðkunar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir að fulltrúi KF komi á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21.04.2015

Á 388. fundi bæjarráðs, 14. apríl 2015, var lagt fram yfirlit um framlög/styrki/rekstrar- og þjón.samninga vegna Knattspyrnufélags Fjallabyggðar á árinu 2014.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir að fulltrúi KF kæmi á fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs mætti Óskar Þórðarson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.

Bæjarráð leggur áherslu á að drög að samningum verði lögð fyrir næsta bæjarráðsfund til umfjöllunar.

Ein af beiðnum KF var að fá leigða íbúð fyrir þjálfara/leikmenn.
Bæjarráð vill taka fram að bæjarfélagið á einungis leiguíbúðir sem er ráðstafað á félagslegum grunni.
Engar íbúðir eru til ráðstöfunar að svo stöddu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28.04.2015

Teknir til umfjöllunar samningar við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, annars vegar þjónustusamningur vegna reksturs knattspyrnuvalla og hins vegar vegna aðkomu að Pæju og Nikulásarmóti.

Bæjarráð vill benda á að ofangreindir samningarnir eru enn til vinnslu og umfjöllunar í bæjarráði.
Undirritaður þjónustusamningur íþrótta- og tómstundafulltrúa er því marklaus.

Bæjarráð óskar eftir því að íþrótta- og tómstundafulltrúi mæti á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11.05.2015

Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson.
Farið var yfir drög að þjónustu og rekstrarsamningi við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir samantekt á beinum og óbeinum styrkjum miðað við fjárhagsáætlun 2015, áður en samningur verður afgreiddur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Á 392. fundi bæjarráðs, 11. maí 2015, var samþykkt að óska eftir samantekt á beinum og óbeinum styrkjum miðað við fjárhagsáætlun 2015, áður en samningur verður afgreiddur.

Lagt fram yfirlit yfir áætlaðar upphæðir í fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2015 með tengingu við KF.
Samtals eru áætlaðar upphæðir með beinum eða óbeinum hætti 27,2 milljónir kr.

Bæjarráð leggur áherslu á að vandað sé til verka í tengslum við þjónustusamning bæjarfélagsins við KF um íþróttasvæði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.