Bæjarráð Fjallabyggðar

254. fundur 17. apríl 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Ársreikningur Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1203093Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi bæjarráðs lagði endurskoðandi bæjarfélagsins fram endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2012.

Endurskoðunin var framkvæmd í samræmi við alþjóðlega staðla um endurskoðun og eru helstu niðurstöður þessar.

1. Áritun endurskoðenda er fyrirvaralaus.

2. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er neikvæð um 55,2 millj.kr en, niðurstaða A hluta er neikvæð um 15,8 millj. kr.

3. Búið er að yfirfara mat stjórnenda og telja þeir helstu ákvarðanir því tengdar viðeigandi fyrir gerð ársreiknings félagsins.

Ársreikingurinn gefur því glögga mynd af afkomu sveitarfélagsins á árinu 2011, fjárhagsstöðu þess 31.desember 2011 og breytingu á handbæru fé á árinu í samræmi við lög um ársreikninga.

Bæjarráð telur því rétt og eðlilegt að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar þann 9. maí 2012.

 

 

2.Kjörskrárstofnar vegna forsetakosninga 30. júní 2012

Málsnúmer 1204025Vakta málsnúmer

Með auglýsingu á vef forsætisráðuneytisins þann 20.mars 2012 hefur verið ákveðið að kjör forseta Íslands skuli fara fram laugardaginn 30. júní 2012.

Samkvæmt 22.gr.laga nr.24/2000 um kosningar skulu sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur í té.

Viðmiðurnardagur kjörskrár verður hinn 9. júní 2012.

Lagt fram til kynningar.

3.Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2011

Málsnúmer 1204040Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Lánasjóðsins þann 23. mars var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu á árinu 2011. Þann 16. apríl 2012 mun sjóðurinn greiða Fjallabyggð arð sem nemur 2.394% af eignarhlut að upphæð kr. 11.383.470.- en samkvæmt lögum nr. 94/1996 mun ríkið taka til sín 20% fjármagnstekjuskatt. Þar með koma kr. 9.106.776.- til útgreiðslu til Fjallabyggðar.

Lagt fram til kynningar.

4.Framtíðarfyrirkomulag Tjarnarborgar

Málsnúmer 1012045Vakta málsnúmer

Undanfarin ár hefur það verið vilji menningarnefndar, bæjarfulltrúa og fleiri aðila sem umhugað er um framtíð Tjarnarborgar, að auka fjölbreytni menningarlífs í húsinu.

Nú í ágúst mun Tónskóli Fjallabyggðar flytjast inn í Tjarnarborg, á 2. hæð og félagsmiðstöðin Neon verður einnig með sína starfsemi þar eins og verið hefur.

Með því skapast aukið ”líf“  í húsinu.

Markaðssetja þarf menningarhúsið á landsvísu sem góðan kost til  viðburða eins og til ráðstefnuhalds, leik- og myndlistasýninga og tónleika. Því er talið mikilvægt að einstaklingar, stofnanir og félög í Fjallabyggð hafi greiðan aðgang að hentugu húsnæði fyrir starfsemi sína.  

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur tekið þá ákvörðun að veitingarekstri verði hætt af hálfu sveitarfélagsins og gerir bæjarráð það að tillögu sinni að miðað verði við 1. ágúst 2012. Tjarnarborg verður vettvangur fyrir hvers kyns samkomur s.s. dansleiki, þorrablót, árshátíðir, erfidrykkjur og önnur veisluhöld. Veitingaaðilar, félög eða aðrir geta leigt húsið fyrir viðburði samkvæmt reglum sveitarfélagsins og gjaldskrá. 

5.Launayfirlit janúar - mars 2012

Málsnúmer 1204020Vakta málsnúmer

Lagt fram launayfirlit yfir mánuðina janúar - mars 2012. Launin eru í samræmi við áætlun eða 100.1%.

6.20. ársþing SSNV 2012

Málsnúmer 1204012Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar SSNV sem haldinn var 19. mars sl. var ákveðið að ársþing samtakanna verði haldið dagana 12. og 13. október 2012.

Bæjarráð telur rétt að bæjarstjóri Fjallabyggðar sitji þingið fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Norlandia Ólafsfirði - lyktarmengun

Málsnúmer 1204035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, en þar kemur fram að ætlunin er að veita Norlandia áminningu sbr. 26. grein laga nr.71/1998.

Fyrirtækinu er boðið að senda inn skrifleg andmæli og jafnframt að mæta á fund nefndarinnar þann 24. apríl nk. til að skýra sín sjónarmið í málinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur þunga áherslu á neðanritað í þessu máli.

1. Allt hráefni til vinnslu skal vera ferskt með TVN - gildi undir 50 og koma til fyrirtækisins ísað í heilum körum eða ílátum með tryggri yfirbreiðslu.

2. Allt hráefni skal tekið til vinnslu svo fljótt sem auðið er og ekki skal vinna eldra hráefni en fjögurra daga gamalt.

3. Eðlilegum hreinsibúnaði skal komið fyrir bæði við niðurföll á vinnslusvæði og plani þar sem ætla má að lífrænn úrgangur falli til. Lögð er áhersla á aðbúnaður sé hreinsaður með samfelldum hætti og skal gerð skrá um slíkt sbr. grein 4.2. um eftirlit og skráningu.

4. Vistun á óhreinum ílátum undir hráefni, úrgang eða annað þess háttar er óheimil hvort sem er innan dyra eða utan.

5. Aðstaða til að unnt sé að mæla frárennsli frá hreinsibúnaði skal vera fyrir hendi.

6. Loftræstingu skal þannig stýrt að hún valdi fólki búsettu nálægt starfssvæðinu eða vegfarendum ekki óþægindum vegna lyktar, hávaða eða annarrar mengunar, eftir því sem framast er unnt og þá skal loftflæðisstreymi í þurrkklefa ávallt stillt með þeim hætti að lyktarmengun sé haldið í lágmarki. Lögð er áhersla á að ekki sé loftræst út úr húsinu  með því að opna gáttir og að loftskipti fari í gegnum hreinsibúnað hvort sem um er að ræða loft frá þurrkklefum eða úr vinnslusal.  Einnig er lögð áhersla á loftgæði starfsmanna fyrirtækisins.

7. Eftirlitsaðili skal viðhafa virkt eftirlit með starfseminni og leggja sérstaka á
herslu á að koma í veg fyrir kvartanir íbúa vegna lyktarmengunar.

8. Lögð er áhersla á að vinnslan sé í samræmi og í takt við 6. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun.

Bæjarráð leggur því þunga áherslu á að á fundi heilbrigðiseftirlitsins þann 24. apríl verði lagðar fram raunhæfar aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun frá starfsemi Norlandia.  Bráðabirgðarleyfið verði því ekki endurnýjað eða framlengt eftir 1. júni 2012 nema að úrbætur verði fullnægjandi að mati eftirlitsaðila.

8.Kynning á málefnum þeirra landsvæða sem úrskurðuð hafa verið þjóðlendur

Málsnúmer 1204011Vakta málsnúmer

Forsætisráðuneytið mun halda fund fimmtudaginn 24. maí nk. kl. 14.00 í húsakynnum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri.

Lagt fram til kynningar.

9.Frumvarp til laga - um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Málsnúmer 1204013Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir frumvarp til laga um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

Samþykkt einróma.

 

10.Drög til umsagnar - Reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1204010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög til umsagnar um reglur um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomin drög.

11.Lagning raflína í jörð

Málsnúmer 1203109Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga, þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra, er falið að skipa nefnd til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð.

Lagt fram til kynningar.

12.Samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Samb. ísl. sveitarfélaga og sveitarfélaga

Málsnúmer 1204016Vakta málsnúmer

Árlegur samráðsfundur verður haldinn 26. og 27. apríl á Hellu Rangárþingi og er fundurinn ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga í skipulagsmálum.

Lagt fram til kynningar.

13.Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 1204027Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 2. apríl 2012 um tilfærslur verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga.

14.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 1202007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. mars 2012.

15.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2012

Málsnúmer 1203006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 27. mars 2012 og er lið nr. 4.3 vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn en um er að ræða 30 ára afmælishátíð Hornbrekku.

Fundi slitið - kl. 19:00.