Framtíðarfyrirkomulag Tjarnarborgar

Málsnúmer 1012045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 07.02.2012

Lögð fram drög að framtíðarfyrirkomulagi um rekstur Tjarnarborgar.

Bæjarráð telur eðlilegt að fagnefnd ljúki umræðu um framkomnar tillögur, áður en til afgreiðslu kemur í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 248. fundur - 28.02.2012

245. fundur bæjarráðs óskaði þess að menningarnefnd fjallaði um framtíðarfyrirkomulag Tjarnarborgar áður en til afgreiðslu kæmi í bæjarráði.

Afgreiðslu tillögu frá 51. fundi menningarnefndar 22. febrúar s.l. var frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17.04.2012

Undanfarin ár hefur það verið vilji menningarnefndar, bæjarfulltrúa og fleiri aðila sem umhugað er um framtíð Tjarnarborgar, að auka fjölbreytni menningarlífs í húsinu.

Nú í ágúst mun Tónskóli Fjallabyggðar flytjast inn í Tjarnarborg, á 2. hæð og félagsmiðstöðin Neon verður einnig með sína starfsemi þar eins og verið hefur.

Með því skapast aukið ”líf“  í húsinu.

Markaðssetja þarf menningarhúsið á landsvísu sem góðan kost til  viðburða eins og til ráðstefnuhalds, leik- og myndlistasýninga og tónleika. Því er talið mikilvægt að einstaklingar, stofnanir og félög í Fjallabyggð hafi greiðan aðgang að hentugu húsnæði fyrir starfsemi sína.  

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur tekið þá ákvörðun að veitingarekstri verði hætt af hálfu sveitarfélagsins og gerir bæjarráð það að tillögu sinni að miðað verði við 1. ágúst 2012. Tjarnarborg verður vettvangur fyrir hvers kyns samkomur s.s. dansleiki, þorrablót, árshátíðir, erfidrykkjur og önnur veisluhöld. Veitingaaðilar, félög eða aðrir geta leigt húsið fyrir viðburði samkvæmt reglum sveitarfélagsins og gjaldskrá. 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 255. fundur - 24.04.2012

51. fundur menningarnefndar 22. febrúar 2012 lagði til að Tjarnarborg verði gert að menningarhúsi enda töluverð breyting að eiga sér stað á nýtingu hússins. Það beri því nafnið Menningarhúsið Tjarnarborg framvegis. Auglýst verði sem fyrst eftir forstöðumanni og ræstingaraðila sem taki til starfa eigi síðar en 1. júní nk.

Einnig leggur nefndin til við bæjarstjórn að starfsmenn Menningarhússins Tjarnarborgar heyri undir fræðslu- og menningarfulltrúa.

Í framhaldi af 254. fundi bæjarráðs og 76. fundi bæjarstjórnar frá 14. mars felur bæjarráð bæjarstjóra að framfylgja niðurstöðu menningarnefndar, en auglýst verði eftir forstöðumanni og ræstingaraðila frá og með 1. ágúst 2012.