Bæjarráð Fjallabyggðar

217. fundur 16. júní 2011 kl. 11:00 - 14:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Skíðasaga Siglufjarðar og Ólafsfjarðar - opnun vefs

Málsnúmer 1106047Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Rósa Húnadóttir sem stýrði verkefninu f.h. Síldarminjasafns Íslands og Örlygur Kristfinnsson.
Örlygur og Rósa kynntu fyrir fundarmönnum forsögu verkefnisins og innihald vefsíðu um skíðasöguna. www.skidasaga.fjallabyggd.is
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með afrakstur verkefnisins.
 

2.Styrkumsókn vegna ferðar 3. fl. KF á mót á Spáni

Málsnúmer 1105166Vakta málsnúmer

Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Með bréfi dagsettu 30. maí 2011, sækir þjálfari 3. flokks karla hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar fyrir hönd foreldra, um styrk vegna ferðar á mót erlendis, Casablanca cup.

Bæjarráð getur ekki orðið við þessari beiðni.
Vakin athygli á því að félögin sæki um styrk næst þegar auglýst verður eftir þeim.

3.Vinnuskóli - taxti vinnulauna 2011

Málsnúmer 1106049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa um taxtalaun vinnuskóla.
Gert er ráð fyrir því að taxti miðist við launaflokk 115, þrep 1.
Laun yrðu því eftirfarandi:
14 ára :
35% af viðmiðunarflokki er 360 + orlof, samtals 397
15 ára : 
40% af viðmiðunarflokki er 411 + orlof, samtals.: 453
16 ára : 
60% af viðmiðunarflokki er 617 + orlof, samtals.: 680
Taxti fylgi síðan alm. hækkunum skv. kjarasamningum.
Bæjarráð samþykkir tillögu að taxtalaunum vinnuskóla.

4.Lausaganga búfjár

Málsnúmer 1105040Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá umhverfisfulltrúa um skilgreiningu á afrétti og upplýsingar um svæði sem telst afréttur fyrir Ólafsfjörð og Siglufjörð. 

Héraðsdýralæknir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmis, Ólafur Jónsson, mun koma á fund bæjarráðs í næstu viku ásamt umhverfisfulltrúa og búfjáreftirlitsmanni sveitarfélagsins.

5.Dráttarbrautin á Siglufirði - "Uppsögn á samningi".

Málsnúmer 0906095Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins.
Óljóst eignarhald á skipi sem stendur í slippnum veldur töfum á afgreiðslu málsins.

6.Framtíð sparisjóðanna - samstarf og sameiningar

Málsnúmer 1105123Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs fór yfir fund sem hann ásamt bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar áttu með forsvarsmönnum Arion banka s.l. þriðjudag, en Arion banki er aðaleigandi sparisjóðanna í Fjallabyggð.
Niðurstöðu Arion banka er að vænta fljótlega.
Helga Helgadóttir óskaði að bókuð yrði athugasemd við það hvernig staðið var að því að ákveða hverjir færu á fund Aroin banka.
Bæjarráð ásamt bæjarstjóra hefði átt að fara á þennan fund, þar sem svo stórt mál eins og framtíð sparisjóðanna í Fjallabyggð eru rædd.

7.Ráðning sumarstarfsfólks

Málsnúmer 1105115Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um átaksverkefni ársins á vegum tæknideildar og tillögur.

8.Innheimtuþjónusta fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1106068Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um kynningu frá innheimtufyrirtækinu Inkasso.

Bæjarráð mun taka innheimtumál til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

9.Heilsugæslan í Ólafsfirði - undirskriftarlistar

Málsnúmer 1106073Vakta málsnúmer

Lagðir fram undirskriftarlistar 238 íbúa þar sem mótmælt er fyrirhugaðri skerðingu á þjónustu heilsugæslunnar í Ólafsfirði í sumar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita skýringa hjá framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar í Fjallabyggð, hverju það sæti að aukin framlög ríkisins til heilsugæslu í Fjallabyggð þýði skerðingu á þjónustu í Ólafsfirði.
Sjá dagskrárlið nr 18.

10.Rekstraryfirlit málaflokka janúar - apríl 2011

Málsnúmer 1106071Vakta málsnúmer

Lagt fram málaflokkayfirlit rekstrar fyrir tímabilið janúar til apríl 2011.

Fram koma frávik frá áætlaðri staðgreiðslu tímabilsins.

11.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1105018Vakta málsnúmer

Fundargerð deildarstjóra Fjallabyggðar frá 8. júní lögð fram til kynningar.

12.Leiðbeinandi fyrirmynd að gjaldskrá samkvæmt skipulagslögum

Málsnúmer 1106010Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga sendi öllum sveitarfélögum leiðbeinandi fyrirmynd að gjaldskrá samkvæmt 20. gr. skipulagslaga.

Lagt fram til kynningar.

13.Reglugerð um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1106044Vakta málsnúmer

Nefnd á vegum Umhverfisráðuneytis hefur unnið að gerð nýrrar reglugerðar um framkvæmdaleyfi.

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum um vinnudrög nefndarinnar að reglugerð eigi síðar en 15. ágúst.

14.Úthlutun byggðakvóta 2010 -2011

Málsnúmer 1101103Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kæra Útgerðarfélagsins Nessins ehf til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis vegna ákvörðunar Fiskistofu, dags. 12. maí s.l. um að hafna úthlutun byggðakvóta til Útgerðarfélagsins Nessins ehf vegna Odds á Nesi ÓF 76 (2799).

15.Ársreikningur 2010 og endurskoðunarskýrsla

Málsnúmer 1106058Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur dvalar - og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku í Ólafsfirði fyrir árið 2010 ásamt endurskoðunarskýrslu.

16.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku frá 3. og 24. maí 2011

Málsnúmer 1105161Vakta málsnúmer

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

17.Fundargerð stjórnar Hornbrekku 7. júní 2011

Málsnúmer 1106065Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Þar kemur m.a. fram bókun stjórnar þar sem átalin eru vinnubrögð vegna ákvörðunar um opnunartíma og viðveru læknis á heilsugæslu í Ólafsfirði.
Sjá dagskrárlið nr 9.

18.Vaxtasamningur Eyjafjarðar

Málsnúmer 1106018Vakta málsnúmer

Vaxtasamningur Eyjafjarðar fyrir árin 2011 til 2014 milli Iðnaðarráðuneytis og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, lagður fram til kynningar.

19.Fundargerð 787. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1106009Vakta málsnúmer

Fundargerð 787. fundar frá 27. maí 2011, lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 6.6.2011

Málsnúmer 1106042Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 6. júní 2011, lögð fram til kynningar.

21.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115

Málsnúmer 1106002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar <DIV>Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu að samræmdu útliti skilta fyrir þjónustuaðila. <BR>Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 21.10 1106023 Svið
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 21.13 1106026 Aðstöðuhús
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 21.15 1106020 Byggingareglugerð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 21.18 1106030 Endurbygging Ytrahúss
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 21.21 1106048 Kaffi Rauðka
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar staðfest á 217. fundar bæjarráðs með þremur atkvæðum.

22.Umsókn um fjárhúsabyggingu, þar sem skipulögð er hesthúsabyggð

Málsnúmer 1106076Vakta málsnúmer

Óðinn Freyr Rögnvaldsson og Haraldur Björnsson sækja um fjárhúsabyggingu á reit 2 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi um hesthúsabyggð og fjárhúsabyggð á Siglufirði fyrir neðan reiðskemmu, þar sem reitir sunnan við núverandi hesthúsabyggð eru mjög kostnaðarsamir byggingarlega séð.
Bæjarráð telur rétt að skipulags- og umhverfisnefnd taki erindið til umfjöllunar með tilliti til staðsetningar austast á reit í núgildandi deiliskipulagi um hesthúsa- og fjárhúsabyggð.

Fundi slitið - kl. 14:00.