Umsókn um fjárhúsabyggingu, þar sem skipulögð er hesthúsabyggð

Málsnúmer 1106076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 217. fundur - 16.06.2011

Óðinn Freyr Rögnvaldsson og Haraldur Björnsson sækja um fjárhúsabyggingu á reit 2 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi um hesthúsabyggð og fjárhúsabyggð á Siglufirði fyrir neðan reiðskemmu, þar sem reitir sunnan við núverandi hesthúsabyggð eru mjög kostnaðarsamir byggingarlega séð.
Bæjarráð telur rétt að skipulags- og umhverfisnefnd taki erindið til umfjöllunar með tilliti til staðsetningar austast á reit í núgildandi deiliskipulagi um hesthúsa- og fjárhúsabyggð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 23.06.2011

Bæjarráð hefur vísað erindi Óðins Freys Rögnvaldssonar og Haraldar Björnssonar um umsókn vegna fjárhúsabyggingu á reit 2 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi um hesthúsabyggð og fjárhúsabyggð á Siglufirði fyrir neðan reiðskemmu, þar sem reitir sunnan við núverandi hesthúsabyggð eru mjög kostnaðarsamir byggingarlega séð. 

Óskar bæjarráð að nefndin taki erindið til umfjöllunar með tilliti til staðsetningar austast á reit í núgildandi deiliskipulagi um hesthúsa og fjárhúsabyggð.

Nefndin samþykkir tillögu bæjarráðs og felur tæknideild að gera viðeigandi breytingar á deiliskipulagi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 220. fundur - 05.07.2011

Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið vegna tengsla við málsaðila.
Bæjarráð vísaði erindi Óðins Freys Rögnvaldssonar og Haraldar Björnssonar um umsókn vegna fjárhúsabyggingu til skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin samþykkti smávægilegar breytingar á samþykktu skipulagi og hefur skipulagsfræðingur bæjarfélagsins gert lagfæringar á deiliskipulagi svæðisins. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir að deiliskipulagstillaga "Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði" sem auglýst var þann 15. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 27. desember 2010 verði breytt óverulega. Breytingin felur í sér að lóðir fyrir fjárhúsbyggingar flytjast á merktar lóðir fyrir hesthús nr 7-12. Byggingarreitir sem áður voru merktir fyrir fjárhús sunnan við núverandi hesthúsabyggð verða felldir út. Þannig fækkar nýjum lóðum fyrir hesthús úr 12 í 6. Fjöldi lóða fyrir fjárhús helst óbreyttur. Breytingin kemur einnig betur út vegna ofanflóðamála og minni spjöll verða á votlendi.

Bæjarráð lítur svo á að um óverulega breytingu sé að ræða á auglýstri skipulagstillögu og krefjist því ekki endurauglýsingar.
Bæjarráð samþykkir að breytingin verði auglýst í staðarblaði og almenningi bent á grein 10.1 í skipulagsreglugerð um eins mánaðar kærufrest.
Eftir birtingu auglýsingarinnar verði skipulagstillagan send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir umræddar breytingar samhljóða.