Dráttarbrautin á Siglufirði - "Uppsögn á samningi".

Málsnúmer 0906095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2011

Bæjarstjóri upplýsti um samskipti við forsvarsmenn Erlubergs og  mögulegan grundvöll að samkomulagi í tengslum við uppsögn lóðarleigusamnings vegna lóðarinnar að Tjarnargötu 2-4 og bætur fyrir mannvirki og uppfyllingar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 08.06.2011

Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 217. fundur - 16.06.2011

Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins.
Óljóst eignarhald á skipi sem stendur í slippnum veldur töfum á afgreiðslu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 219. fundur - 28.06.2011

Lagt fyrir bæjarráð samkomulag við Erluberg, um endanlegt uppgjör vegna lóðarleigusamninga aðila um fasteignina Tjarnargötu 2-4 Siglufirði.
Aðilar hafi með samkomulagi þessu náð sátt um fullnaðargreiðslu til lúkningar öllum kröfum Erlubergs á hendur Fjallabyggðar sem tengdar eru fyrrgreindum lóðarleigusamningi og uppsögn hans, þ.m.t. kröfu um "fullar bætur“ samkvæmt ákvæði þar um.
Samhliða samkomulagi þessu gefur Erluberg út afsal fyrir öllum þeim mannvirkjum sem á lóðinni eru og er það afsal fylgiskjal 1 með samkomulaginu.
Samhliða samkomulagi þessu gefur Erluberg einnig út afsal fyrir bát sínum Daníel SI-152, skrán. nr. 0482, sem við undirritun samkomulags þessa stendur á lóðinni og er það afsal fylgiskjal 2 með samkomulaginu. Samkvæmt samningi þessum skal Fjallabyggð greiða Erlubergi samtals 14 milljónir á tímabilinu 2011 til 2014.
Bæjarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.  Jafnframt er samkomulagi vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar.