Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

115. fundur 07. júní 2011 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson varamaður
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag Hóls- og Skarðsdals

Málsnúmer 1010082Vakta málsnúmer

Lilja  Filipusdóttir frá Teikn á lofti mætti á fundinn til að kynna tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal.

Nefndin leggur til að haldin verði samráðsfundur með hagsmunaaðilum s.s. hestamannafélaginu Glæsi, Skógræktarfélagi Siglufjarðar, Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar, Golfklúbbi Siglufjarðar, Ferðafélagi Siglufjarðar, Veiðifélagi, félagi hundaeigenda, ÚIF, SSS og landeigendum.

2.Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 1103070Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Saurbæjarás sem er skilgreint 21,5 ha að flatarmáli og afmarkast við Skútudalsá í norðri og austri, strandlengju í vestri og Saurbæjarás í suðri.  Þar er gert ráð fyrir 27 frístundahúsum ásamt útivistasvæði.

Tillagan var auglýst frá 21. apríl - 2. júní 2011.  Á auglýsingartímanum bárust 2 athugasemdir.

 

Erindi: Athugasemd vegna tillögu um deiliskipulagsbreytingu fyrir Saurbæjarás, Siglufirði.

Undirrituð Einar Á. Sigurðsson 151159-2229 og Stefanía G. Ámundadóttir 030162-4209 sem sótt hafa um úthlutun á sumarhúsalóð v/Skútastíg 3 í ofangreindri frístundabyggð óska eftir að gera athugasemd við tillögu að deiliskipulaginu. Það sem við óskum eftir að gera athugasemd við er "kvöð" um göngustíg/reiðleið á milli lóðanna við Skógarstíg 10 og Skógarstíg 12. Undirrituð telja að sumarhúsabyggð og reiðvegir ekki passa saman. Undirrituð hafa slæma reynslu af slíku héðan frá Hafnarfirði þar sem sumarhúsahverfi fyrir ofan bæinn er skipulagt með sérstaka reiðstíga. Allt of oft færa hestamennirnir sig þó yfir á akvegi sem ætlaðir eru fyrir vegfarendur sem eiga leið í sumarhús sín, eigendum sumarhúsanna til mikils ama. Vegir sem ætlaðir eru til að komast að sumarhúsunum hafa með tímanum breyst í reiðvegi með tilheyrandi hættu fyrir ökumenn og gangandi vegfarendur. Margoft hefur verið kvartað yfir óþrifum af hestaskít og rykmyndun sem fylgir hestamönnum sem hleypa hestum sínum á sprett gegnum sumarhúsahverfið hér fyrir ofan Hafnarfjörð við bæjaryfirvöld án nokkurra undirtekta. Þannig að undirrituð vilja gera mjög ákveðnar athugasemdir við það að reiðleiðir verði leyfðar í gegnum sumarhúsahverfið. Engar athugasemdir eru gerðar við umferð gangandi fólks enda fylgir gangandi fólki hvorki rykmyndun né skítur á vegum. Annað mál er með að leyfa hestaumferð í gegnum sumarhúsahverfið af ofangreindum ástæðum. Hættumyndun getur verið fyrir bæði bíla og gangandi vegfarendur ef hestur fælist á akvegi . Öll rök benda því til þessa að reiðvegir eigi að vera alveg aðskildir frá bílaumferð og umferð gangandi vegfarenda. Best væri því að fyrirbyggja framtíðarvandamál sem þetta strax og fella út "kvöð" um reiðveg út úr skilmálum um sumarhúsabyggð á Saurbæjarás og reyna að úthugsa aðrar reiðleiðir þannig að fyrirbyggja megi alla árekstra um þessi mál síðar meir. Sumarhúsahverfi og hestamannahverfi og reiðleiðir eru ólík í eðli sínu og eiga alls ekki saman vegna ofangreindra ástæðna. byggðalagi. Undirrituð hafa ekkert á móti hestum eða hestafólki en telja hagsmunum allra aðila, bæði sumarhúsaeigenda, gangandi vegfarenda og hestaeigenda best borgið með því að sem mest umferð þessara aðila að fenginni reynslu héðan úr okkar byggðalagi.

Með kveðju. Einars Á. Sigurðsson / Stefanía G. Ámundadóttir Hafnarfirði.

 

Svar nefndar:

Nefndin þakkar ábendingarnar og leggur til að sú reiðleið sem liggur í gegnum frístundabyggðina verði feld út .

 

Skipulags- og umhverfisnefnd

Eftir skoðun skipulagi frístundabyggðar í austanverðum Siglufirði viljum við undirrituð koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri.

Við eigum lögheimili á Árósi í jaðri þessa skipulagða svæðis og höfum áhyggjur af rotþróm sem fyrirhugað er að staðsetja rétt við lóðarmörk okkar.  Þarna höfum við haft land að láni frá sveitarfélaginu í nær tuttugu og fimm ár og höfum við plantað þar talsverðu af trjám og runnum og hlúð þannið að fuglavarpi að margföldun hefur orðið á varpi fugla og margar nýjar tegundir bæst við.  Með tilliti til nálægðar við íbúðarhús okkar og hið fjölbreytilega og viðkvæma lífríki mýrlendisins, hvetjum við skipulags- og umhverfisnenfd til að endurskoða staðsetningu rotþrónna.  Ef ekki finnst betri staðsetning en neðan vegarins (Ráeyrarvegar), þá verði staðsetningin a.m.k. færð mun sunnar í brekkuna.  Viljum við gjarnan fá að skoða aðstæður með fulltrúa sveitarfélagsins svo viðunandi lausn finnist á málinu.

Í von um farsæla lausn.

Virðingarfyllst Guðný Róbertsdóttir og Örlygur Kristfinnsson.

 

Svar nefndar:

Nefndin þakkar ábendinguna. Staðsetning rotþróa verður neðan við Ráeyrarveg og tæknideild skoðar þann möguleika að færa umrædda rotþró sunnar.

 

Nefndin leggur til að deiliskipulags tillagan verði send Skipulagsstofun til samþykktar með áorðnum breitingum.

3.Pallasmíð og viðbygging við Hvanneyrarbraut 22b Siglufirði

Málsnúmer 1105148Vakta málsnúmer

Sigríður Ingvarsdóttir og Daníel Gunnarsson sækja um leyfi til að byggja sólpall við húseign sína við Hvanneyrarbraut 22b með heitum potti.  Eins sækja þau um leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið ofan á pallinum skv. meðfylgjandi teikningu.

Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir bygginganefndarteikningum svo hægt sé að grenndarkynna framkvæmdina.

4.Safnlóð Síldarminjasafns Íslands ses

Málsnúmer 1105133Vakta málsnúmer

Örlygur Kristfinnsson fyrir hönd Síldarminjasafn Íslands óskar eftir leyfi til að vinna að eftirfarandi atriðum á safnalóð:

1. Flytja "lýsistank" af lóðinni sunnan Gránu, á nýjan stað milli Bátahúss og Gránu skv. meðfylgjandi teikningu.

2. Flytja nótabát af suðurhluta lóðarinnar og setja hann vestarlega á lóð sunnan við Gránu skv. teikningu.

3. Leggja göngupallar milli Róaldsbrakka og Gránu, sjá teikningu

4. Að klæða Njarðarskemmu (bakhús við Gránu) með bárujárni.  Það var reyndar byrjað á því fyrir nokkrum árum án þess að óskað hafi verið eftir samþykki nefndarinnar.

5. Setja upp fánastöng sunnan við fremsta hluta Bátahússins. sjá teikningu.

6. Koma fyrir upplýsingarskilti framan við Bátahúsið þar sem verður kynning á síldarhöfninni í gamla daga. sjá teikningu.

7. Staðsetja tvö skilti fyrir safnið nyrst og syðst á safnasvæði.  Norðan við Slökkvistöð og sunnan við Ásgeirsskemmu.  Skilti með mynd af safnhúsunum og upplýsingum um opnunartíma.

Nefndin samþykkir  1. - 6. lið en hafnar 7. lið

5.Uppsetning á hestagerði og hestaskjóli

Málsnúmer 1105097Vakta málsnúmer

Gunnar Torfason eigandi lögbýlisins Kvíabekkjar í Ólafsfirði, leggur fromlega fram fyrirspurn um hvort sækja þurfi sérstaklega um leyfi til uppsetningar á hestagerði og hestaskjóli á landareigninni.

Nefndin telur að ekki þurfi að sækja um formlegt leyfi.

 

6.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrri Snorragötu á Siglufirði sem skilgreint er 7,45 ha að flatamáli og er landnotkun innan reitsins skilgreind sem þjónustustofnanir, verslunar- og þjónustusvæði, miðsvæði og óbyggt svæði, sem teikur til gatnamóta Norðurtúns og Snorragötu en þó ekki til gatnamóta Suðurgötu í norðri.  Í deiliskipulagstillögunni er leitast við að skapa heildstæða götumynd með áherslu á sögulegt gildi svæðisins.

Tillagan var auglýst frá 20. apríl - 1. júní 2011 og ekki bárust athugasemdir við tillögunni á þeim tíma.

Leggur nefndin til að deiliskipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun til samþykktar.

7.Umsókn um leyfi til breytinga á gluggum á Túngötu 5

Málsnúmer 1104068Vakta málsnúmer

Þórarinn Hannesson óskar eftir að nefndin endurskoði afgreiðslu á erindi sínu frá 5. maí varðandi breytingar á gluggum á húseigninni að Túngötu 5.  Sú tillaga sem sett var fram á þeim fundi hentar engan vegin þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu og ef nefndin verður ekki við umbeðinni ósk munu gluggarnir halda sér eins og þeir eru.

Nefndin samþykkir breytingu  á gluggum samkvæmt umsókn sem sótt var um á 113. fundi nefndarinnar.

8.Listavek á Saurbæjarás

Málsnúmer 1106021Vakta málsnúmer

Valgeir Sigurðsson óskar eftir viðbrögðum sveitarfélagsins um að fá að setja listaverk skv. myndum á hæsta punkt Saurbæjaráss. 

Nefndin óskar eftir viðbrögðum menningarnefndar.

9.Legupláss og stækkun bryggjudekks

Málsnúmer 1106024Vakta málsnúmer

Finnur Yngvi Kristinsson fyrir hönd Rauðku ehf sækir um heimild fyrir leguplássi fyrir Steina Vigg í júní til ágúst loka við norðurkant smábátahafnar fyrir framan athafnarsvæði félagsins.  Jafnframt er sótt um heimild til að brúa bil milli bryggjunnar á því svæði og götu.  Þar yrði komið fyrir aðstöðu fyrir sjóstangveiðifólk til að flaka og ganga frá veiði dagsins. Áætlað er að flökun standi yfir í hálftíma í senn tvisvar á dag.  Skv. meðfylgjandi teikningu.

Erindi vísað til hafnarnefndar.

10.Svið

Málsnúmer 1106023Vakta málsnúmer

Finnur Yngvi Kristinsson fyrir hönd Rauðku ehf. sækir um heimild til staðsetningar sviðs samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Erindi samþykkt, en óskað er eftir skriflegu samþykki eigenda aðliggjandi eigna.

 

11.Umsókn um stöðuleyfi til bráðabirgða og starfsemi á tjaldsvæði

Málsnúmer 1105005Vakta málsnúmer

Lögð er fram teikning af svæðinu þar sem kemur fram stærð svæðis og hugmynd að nýtingu.

Nefndin samþykkir bráðabirgda stöðuleyfi fyrir starfsemi gistiheimilis og tjaldsvæðis til 2 ára.  En þar sem svæðið er á hættusvæði B er bent á að næturgisting er ekki leyfð yfir vetrarmánuði skv. reglugerð 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða. 

 

12.Stígagerð við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 1104012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa erindis á 64. fundi sínum og vísa til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Hugmynd umhverfisfulltrúa að legu stíga við vatnið er samþykkt með 3 atkvæðum, Helgi á móti.

13.Aðstöðuhús

Málsnúmer 1106026Vakta málsnúmer

Grétar Björnsson fyrir hönd Vélsleðafélags Ólafsfjarðar óskar eftir að fá að staðsetja aðstöðubyggingu við mótorkrossbraut vestan óss í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Einnig er óskað eftir því að aðkoma að aðstöðubyggingunni verði að sunnan verðu í gegnum hljóðmön samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Nefndin samþykkir staðsetningu aðstöðubyggingar en hafnar breytingu á aðkomu.

14.Alþýðuhúsið á Siglufirði og tún sunnan við - framtíðarnýting

Málsnúmer 1104026Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur vísað tillögu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur um nýtingu á Alþýðuhúsinu á Siglufirði og túninu sunnan við þá byggingu til nefndarinnar.  Tillagan gerir ráð fyrir að Alþýðuhúsið verði lifandi menningarhús og þar sunnan við verði skúlptúrgarður.

Nefndin tekur jákvætt í erindið.

15.Byggingareglugerð

Málsnúmer 1106020Vakta málsnúmer

Að undanförnu hefur staðið yfir vinna við gerð nýrrar byggingarreglugerðar á vegum Umhverfisráðuneytisins, sem óskar eftir umsögn um framkomin vinnudrög.  Umsögnin þarf að berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst 2011.

Lagt fram til kynningar.

16.Kynning á töku gamalla skipsviða í Hvanneyrarkrók á Siglufirði

Málsnúmer 1105134Vakta málsnúmer

Nefndin þakkar upplýsingarnar.

Lagt fram til kynningar.

17.Stöðuleyfi fyrir skemmu

Málsnúmer 1106031Vakta málsnúmer

Sveinn Ásgeirsson fyrir hönd Hringrásar hf. óskar eftir fresti til loka júlí til að fjarlægja skemmur sem fyrirtækið festi kaup á sem var hluti af vinnubúðum á Ólafsfirði.  Upplýsingar um frest til að fjarlægja skemmuna barst ekki kaupanda fyrr en í lok maí.  Jafnframt er upplýst að undirbúningur vegna niðurrifst er þegar hafinn og vinna við það hefst strax í júní.

Erindi samþykkt.

18.Endurbygging Ytrahúss

Málsnúmer 1106030Vakta málsnúmer

Ytrahúsið áhugamannafélag óskar eftir leyfi til að setja lítinn glugga á suðurstafn Ytrahúss skv. teikningu og að taka malbik upp  á lóðarparti norðan við húsið og setja gangstétt úr lábörðu fjörugrjóti með viðeigandi gróðri skv. meðfylgjandi teikningu.

Erindi samþykk

19.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1105042Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn um umsókn vegna rekstrarleyfis Gistiheimilisins Tröllaskaga að Lækjargötu 10, Siglufirði.  Þess er farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.

Starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskipulagsmála og staðfestar teikningar liggja fyrir.

20.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um breytingu á rekstrarleyfi

Málsnúmer 1105094Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn um umsókn vegna breytingu rekstrarleyfis Rauðku ehf, Siglufirði.  Þess er farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi fraið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.

Tæknideild falið að afgreiða málið.

21.Kaffi Rauðka

Málsnúmer 1106048Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram teikningar af veitingarstaðnum Kaffi Rauðku.

Teikningar samþykktar en málsetningar mega vera greinilegri.

Fundi slitið - kl. 16:30.