Heilsugæslan í Ólafsfirði - undirskriftarlistar

Málsnúmer 1106073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 217. fundur - 16.06.2011

Lagðir fram undirskriftarlistar 238 íbúa þar sem mótmælt er fyrirhugaðri skerðingu á þjónustu heilsugæslunnar í Ólafsfirði í sumar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita skýringa hjá framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar í Fjallabyggð, hverju það sæti að aukin framlög ríkisins til heilsugæslu í Fjallabyggð þýði skerðingu á þjónustu í Ólafsfirði.
Sjá dagskrárlið nr 18.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 218. fundur - 21.06.2011

Á 217. fundi bæjarráðs voru lagðir fram undirskriftarlistar 238 íbúa Fjallabyggðar þar sem mótmælt var fyrirhugaðri skerðingu á þjónustu heilsugæslunnar í Ólafsfirði í sumar.
Einnig kom fram í fundargerð bókun stjórnar Hornbrekku þar sem átalin voru vinnubrögð vegna ákvörðunar um opnunartíma og viðveru læknis á heilsugæslu í Ólafsfirði.
Á fund bæjarráðs kom forstjóri Heilbrigðisstofnunar í Fjallabyggð, Konráð Baldvinsson til að útskýra ástæður skipulagsbreytinga.

Bæjarráð tekur undir áhyggjur íbúa í Ólafsfirði og stjórnar Hornbrekku, er varðar skerta þjónustu og hvetur stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar til að tryggja íbúum Fjallabyggðar jafna og góða þjónustu í takt við fjárveitingar.