Úthlutun byggðakvóta 2010 -2011

Málsnúmer 1101103

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 199. fundur - 25.01.2011

Útgerðarfélagið Nesið fer þess á leit við sveitarfélagið að það beiti sér fyrir því, í samvinnu við ráðuneyti sjávarútvegsmála, að reglum sem gilt hafa undanfarin ár um landanir í sveitarfélaginu verði breytt til fyrra horfs.
Málsaðili telur að ráðuneytið hafi breytt reglum eftir 1. desember s.l. í þá átt að landanir í viðkomandi byggðarlagi teljist til viðmiðunar fyrir byggðarkvóta, en ekki landanir í sveitarfélaginu.
Bæjarráð fær ekki betur séð en að sömu úthlutunarskilyrði hafi gilt samanber reglugerðir nr. 557 frá 2009, nr. 82 frá 2010 og 999 frá 2010, þó dagsetningar séu mismunandi.
Bæjarráð telur eðlilegt að telji Útgerðarfélagið Nesið á sér brotið hvað þetta varðar, þá snúi félagið sér til ráðuneytisins með erindið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 200. fundur - 02.02.2011

Ólafur H. Marteinsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og sæti hans tók Þorbjörn Sigurðsson.
Í framhaldi af afgreiðslu 199. fundar bæjarráðs kom Útgerðarfélagið Nesið ehf. því á framfæri í bréfi dagsett 28. janúar 2011, að fari svo að ekki fáist leiðrétting á úthlutunarreglum byggðakvóta, er varðar 1. mgr. 4.gr. þar sem orðið "sveitarfélags" kom í stað "byggðarlags", fái Útgerðarfélagið Nesið ehf. hvorki byggðarkvóta frá Ólafsfirði né Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að senda eftirfarandi bréf til ráðuneytisins.

Vísað er til fyrri samskipta vegna byggðakvóta og sérreglna Fjallabyggðar þar um, kvótaárin 2009/2010 og 2010/2011.

Bæjarráð Fjallabyggðar fer þess á leit við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að í 1. mgr. 4. gr. reglugerðar 999/2010 standi ?sveitarfélags? í stað ?byggðarlags?.  Greinin orðist því þannig breytt: ?Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðarkvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við landaðan afla í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu ?????.?

Ástæður þessarar beiðni um breytingar á 4. gr. nú,  er að í sérreglum fyrir Fjallabyggð kvótaárið 2009/2010 er orðalagi 6. gr. reglugerðar 82/2010  breytt þannig að í stað orðalagsins ?hlutaðeigandi byggðarlaga? í upphafi greinarinnar kom ?sveitarfélagsins?. Þannig telur bæjarráð að sérreglur fyrir 2010/2011, sem þegar hafa verið samþykktar, séu í mótsögn við sérreglurnar frá fyrra ári og vilja bæjarráðs.

Það var einnig vilji bæjarráðs, við samningu sérreglna fyrir kvótaárið 2010/2011, að halda sig að mestu við þær reglur sem giltu við síðustu úthlutun, sbr. bréf dags. 14.01.2011.

Yfirsjón olli því hinsvegar, að breyting sem gerð var á 4. gr. reglugerðarinnar frá árinu áður, fór fram hjá bæjarráði og er það miður.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 204. fundur - 01.03.2011

Bæjarráð tók til umræðu bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytinu frá 24. febrúar 2011. Í bréfinu kemur fram;

"að ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórnar að sett verði sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda í einstökum byggðarlögum er víkja frá eða eru til viðbótar hinum almennu skilyrðum enda séu þau byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við viðkomandi byggðarlag."

Í bréfinu er og óskað eftir rökstuðningi fyrir þeim óskum að reglum verði breytt á þann veg að þar verði sett ákvæði þess efnis að í stað orðsins "byggðarlags" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 999/2010 komi "sveitarfélags".
Bæjarráð vísar í fyrri rök er sett voru fram á fundi bæjarráðs 2. febrúar 2011 og felur bæjarstjóra að svara erindinu. 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 217. fundur - 16.06.2011

Lögð fram til kynningar kæra Útgerðarfélagsins Nessins ehf til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis vegna ákvörðunar Fiskistofu, dags. 12. maí s.l. um að hafna úthlutun byggðakvóta til Útgerðarfélagsins Nessins ehf vegna Odds á Nesi ÓF 76 (2799).