Lausaganga búfjár

Málsnúmer 1105040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 26.05.2011

Haraldur Björnsson og Óðinn Freyr Rögnvaldsson fyrir hönd fjáreigendafélags Siglufjarðar óska eftir heimild til að sleppa fé á afrétt í Siglufirði.

Nefndin hafnar erindinu þar sem engin skilgreind afrétt er í Siglufirði, en gerir ekki athugasemd að sauðfé sé sleppt á afrétt í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 217. fundur - 16.06.2011

Lagðar fram upplýsingar frá umhverfisfulltrúa um skilgreiningu á afrétti og upplýsingar um svæði sem telst afréttur fyrir Ólafsfjörð og Siglufjörð. 

Héraðsdýralæknir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmis, Ólafur Jónsson, mun koma á fund bæjarráðs í næstu viku ásamt umhverfisfulltrúa og búfjáreftirlitsmanni sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 218. fundur - 21.06.2011

Á fund bæjarráðs komu umhverfisfulltrúi og búfjáreftirlitsmaður sveitarfélagsins.
Farið var yfir atriði er tengjast fjallskilum, afrétti og beitarlandi.
Bæjarstjóri fór yfir póst frá héraðsdýralækni Skaga- og Eyjafjarðarumdæmis, þar sem ítrekað er að fjallskilamál séu á hendi sveitarstjórnar.
Einnig voru lagðar fram upplýsingar frá Ólafi Dýrmundssyni ráðunaut hjá Búnaðasambandi Íslands þar sem fram kemur að hann telur ekki nokkurn vafa á að Siglufjörður eigi afréttarlönd.

 

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum tæknideildar og búfjáreftirlitsmanni að leggja fyrir bæjarráð tillögu að samræmdum fjallskilum, reglum um nýtingu afréttar og beitarlanda Fjallabyggðar. Einnig lagfæringu á reglum um búfjárhald.

Lögð er áhersla á að tillaga liggi fyrir til kynningar 8. júlí 2011.