Framtíð sparisjóðanna - samstarf og sameiningar

Málsnúmer 1105123

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 216. fundur - 31.05.2011

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Afls sparisjóðs og Sparisjóðs Ólafsfjarðar, þeir Ólafur Jónsson og Helgi Jóhannsson og upplýstu fundarmenn um stöðu mála.
Bæjarráð telur rétt að fylgjast náið með framvindu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 217. fundur - 16.06.2011

Formaður bæjarráðs fór yfir fund sem hann ásamt bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar áttu með forsvarsmönnum Arion banka s.l. þriðjudag, en Arion banki er aðaleigandi sparisjóðanna í Fjallabyggð.
Niðurstöðu Arion banka er að vænta fljótlega.
Helga Helgadóttir óskaði að bókuð yrði athugasemd við það hvernig staðið var að því að ákveða hverjir færu á fund Aroin banka.
Bæjarráð ásamt bæjarstjóra hefði átt að fara á þennan fund, þar sem svo stórt mál eins og framtíð sparisjóðanna í Fjallabyggð eru rædd.