Bæjarráð Fjallabyggðar

904. fundur 15. janúar 2026 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Styrjueldi í Ólafsfirði 2026

Málsnúmer 2601036Vakta málsnúmer

Á fjarfund bæjarráðs er mættur fulltrúi Hins Norðlenzka Styrjufjelags, Kristmann Pálmason, en bæjarráð óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Kristmanni fyrir greinargóðar upplýsingar um framtíðaráform og stöðu styrjueldis í Ólafsfirði og fagnar því að þau áform miðist við áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins á staðnum. Bæjarstjóra falið að halda áfram viðræðum vegna framtíðaráforma, m.a. þarfar fyrirtækisins á vatni til lengri tíma o.fl.

2.Snjóframleiðsla í Ólafsfirði

Málsnúmer 2601017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir tengingu á vatni inn á skíðasvæðið í Ólafsfirði þannig að hægt sé að nýta vatn til snjóframleiðslu. Skíðafélagið ábyrgist allan kostnað við framleiðsluna og uppbyggingu á öðrum kerfum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að verða við beiðni Skíðafélags Ólafsfjarðar um lagningu á vatnslögnum á skíðasvæðið þannig að hægt sé að nýta snjóframleiðslubúnað og felur framkvæmdasviði að fylgja málinu eftir þegar aðstæður skapast.

3.Umsókn - Styrkir til hátíða og stærri viðburða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2512014Vakta málsnúmer

Fyrir liggja frekari upplýsingar varðandi umsókn Þjóðlagahátíðar um viðbótarstyrk þar sem hátíðin fékk ekki úthlutað styrk úr Uppbyggingasjóði fyrir árið 2026.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir í ljósi aðstæðna að veita Þjóðlagahátíð 2026 viðbótarstyrk að upphæð kr. 350.000 þetta árið en telur mikilvægt að fram komi að aðeins er um einskiptisstyrk að ræða sem ekki er fordæmisgefandi.

4.Ósk um styrk vegna viðhalds fjárgirðinga

Málsnúmer 2601032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Félagi Hobbýbænda í Ólafsfirði þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð varðandi endurnýjun á girðingum í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur framkvæmdasviði að taka upp viðræður við Félag Hobbýbænda í Ólafsfirði um hvernig útfæra má endurnýjun á girðingum í Ólafsfirði.

5.Ný reglugerð um strandveiði 2026

Málsnúmer 2601031Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að nýrri reglugerð um strandveiði sem kynnt hefur verið í samráðsgátt. Meðal breytinga sem settar eru fram í reglugerðardrögunum er að skýrari rammi er settur um eignahald á fiskibátum, útgerðum og lögaðilum sem óska eftir leyfi til strandveiða. Auk þessa er lögð til sú breyting að umsóknartímabil verði lengt þannig að það sé frá 1. mars til 15. apríl ár hvert.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur launayfirlit fyrir árið 2025 ásamt samanburði við áætlun ársins. Áfallinn launakostnaður ársins 2025 er nokkru lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 99,3% af áætlun þrátt fyrir verulegar launahækkanir einstakra deilda vorið 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Ársreikningur Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2601019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá stöðu varðandi skil til endurskoðenda vegna ársreiknings 2025 og er ferlið í samræmi við áætlun. Jafnframt var lögð fram staða á rekstri málaflokka og tekjum fyrir árið en töluvert á eftir að færast í bókhald bæði af tekjum og gjöldum.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð leggur áherslu á að ferli endurskoðunar og birting ársreiknings verði í samræmi við þá framvinduáætlun sem lögð hefur verið fram þannig að ársreikningur ársins 2025 verði birtur tímanlega.

8.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs 2026

Málsnúmer 2601018Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl vegna tveggja stöðufunda hjá framkvæmdasviði í janúar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:30.