Snjóframleiðsla í Ólafsfirði

Málsnúmer 2601017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 904. fundur - 15.01.2026

Fyrir liggur erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir tengingu á vatni inn á skíðasvæðið í Ólafsfirði þannig að hægt sé að nýta vatn til snjóframleiðslu. Skíðafélagið ábyrgist allan kostnað við framleiðsluna og uppbyggingu á öðrum kerfum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að verða við beiðni Skíðafélags Ólafsfjarðar um lagningu á vatnslögnum á skíðasvæðið þannig að hægt sé að nýta snjóframleiðslubúnað og felur framkvæmdasviði að fylgja málinu eftir þegar aðstæður skapast.