Bæjarráð Fjallabyggðar

893. fundur 09. október 2025 kl. 17:00 - 19:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Álagningarforsendur fasteignagjalda 2026

Málsnúmer 2510037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal um álagningarforsendur fasteignagjalda fyrir árið 2026 sem tekur mið af því að fasteignamat hefur hækkað umtalsvert á milli ára.
Samþykkt
Í vinnuskjali eru lagðar til almennar lækkanir á álagningarforsendum fasteignagjalda af íbúðarhúsnæði fyrir árið 2026 og gera þessar tillögur því ráð fyrir því að þrátt fyrir verulega hækkun á fasteignamati þá lækki fasteignagjöld almennt af íbúðarhúsnæði í Fjallabyggð á milli ára. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á fyrirliggjandi gögnum og leggja fram tillögur að nauðsynlegum mótvægishugmyndum til þess að mæta augljósri lækkun tekna vegna þessara tillagna um lækkun fasteignagjalda íbúum til hagsbóta.

2.Rekstur skíðasvæðis í Skarðsdal

Málsnúmer 2510036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal vegna reksturs skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði veturinn 2025-2026.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram að teknu tilliti til þeirra sérstöku aðstæðna sem myndast hafa vegna slita Leyningsáss og nýsamþykktra innkaupareglna sveitarfélagsins.

3.Umsókn -Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (félög - félagasamtök)

Málsnúmer 2510023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Aðalheiði S.Eysteinsdóttur þar sem óskað er eftir styrkveitingu í menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sem húsið er í eigu Aðalheiðar og flokkast því ekki undir hefðbundna starfsemi félaga og félagasamtaka sem heimilað er að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts samkvæmt reglum þar um.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð hafnar beiðni um lækkun fasteignagjalda af húseigninni þar sem um íbúðarhúsnæði er að ræða og fyrir liggur tillaga að lækkun fasteignagjalda fyrir árið 2026. Bæjarráð vísar að öðru leyti erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og þá til umfjöllunar um almenna styrki til menningarstarfs.

4.Haustþing SSNE 2025

Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boð á rafrænt haustþing SSNE sem haldið verður miðvikudaginn 29.október n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar fyrir janúar-september 2025, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,6% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi

Málsnúmer 2510039Vakta málsnúmer

Mennta - og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi með nýjum svæðisskrifstofum.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirliggjandi áforma Mennta- og barnamálaráðuneytisins á framhaldsskólastiginu með nýjum svæðisskrifstofum. Það er mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar verði ekki á kostnað minni skóla líkt og MTR, þeirra sérstöðu og mikilvægi þeirra fyrir nærsamfélagið.

7.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2025

Málsnúmer 2510021Vakta málsnúmer

Alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember 2025. Dagurinn er
haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og tileinkaður minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Endurskoðun byggðaáætlunar

Málsnúmer 2510022Vakta málsnúmer

Lögum samkvæmt leggur innviðaráðherra fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 og nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.

Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hófst með samráðsfundum innviðaráðherra um land allt í ágúst 2025 og áætlað að henni ljúki með tillögu til þingsályktunar sem lögð verður fyrir Alþingi haustið 2026.

Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar þar sem öllum gefst tækifæri til þátttöku
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl frá tveimur stöðufundum með framkvæmdasviði Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

10.Álagning útsvars árið 2026

Málsnúmer 2510027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árið 2026 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

11.Kvennaverkfall 50 ára

Málsnúmer 2510035Vakta málsnúmer

Þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Að þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár.

Kvenréttindafélag Íslands hvetur sveitarfélög til að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitarfélaginu kleift að taka þátt í viðburðum í tilefni þessa.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir Velferðarnefndar og Öldungaráðs Fjallabyggðar til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:00.