Umsókn -Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (félög - félagasamtök)

Málsnúmer 2510023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 893. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Aðalheiði S.Eysteinsdóttur þar sem óskað er eftir styrkveitingu í menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sem húsið er í eigu Aðalheiðar og flokkast því ekki undir hefðbundna starfsemi félaga og félagasamtaka sem heimilað er að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts samkvæmt reglum þar um.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð hafnar beiðni um lækkun fasteignagjalda af húseigninni þar sem um íbúðarhúsnæði er að ræða og fyrir liggur tillaga að lækkun fasteignagjalda fyrir árið 2026. Bæjarráð vísar að öðru leyti erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og þá til umfjöllunar um almenna styrki til menningarstarfs.