Álagningarforsendur fasteignagjalda 2026

Málsnúmer 2510037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 893. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggur vinnuskjal um álagningarforsendur fasteignagjalda fyrir árið 2026 sem tekur mið af því að fasteignamat hefur hækkað umtalsvert á milli ára.
Samþykkt
Í vinnuskjali eru lagðar til almennar lækkanir á álagningarforsendum fasteignagjalda af íbúðarhúsnæði fyrir árið 2026 og gera þessar tillögur því ráð fyrir því að þrátt fyrir verulega hækkun á fasteignamati þá lækki fasteignagjöld almennt af íbúðarhúsnæði í Fjallabyggð á milli ára. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á fyrirliggjandi gögnum og leggja fram tillögur að nauðsynlegum mótvægishugmyndum til þess að mæta augljósri lækkun tekna vegna þessara tillagna um lækkun fasteignagjalda íbúum til hagsbóta.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 264. fundur - 27.11.2025

Fyrir liggur tillaga að álagningarforsendum fasteignagjalda fyrir árið 2026 eins og hún er lögð fram í fjárhagsáætlun ársins.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir álagningarreglur fasteignagjalda í Fjallabyggð fyrir árið 2026 með 7 atkvæðum.