Kvennaverkfall 50 ára

Málsnúmer 2510035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 893. fundur - 09.10.2025

Þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Að þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár.

Kvenréttindafélag Íslands hvetur sveitarfélög til að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitarfélaginu kleift að taka þátt í viðburðum í tilefni þessa.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar