Endurskoðun byggðaáætlunar

Málsnúmer 2510022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 893. fundur - 09.10.2025

Lögum samkvæmt leggur innviðaráðherra fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 og nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.

Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hófst með samráðsfundum innviðaráðherra um land allt í ágúst 2025 og áætlað að henni ljúki með tillögu til þingsályktunar sem lögð verður fyrir Alþingi haustið 2026.

Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar þar sem öllum gefst tækifæri til þátttöku
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar