Bæjarráð Fjallabyggðar

887. fundur 21. ágúst 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Knatthús í Fjallabyggð

Málsnúmer 2508022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá bæjarstjóra þar sem farið er yfir hugmyndir að byggingu knatthúss í Fjallabyggð sem yrði 50x70 metrar að stærð og myndi stórauka nýtingu á æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu í sveitarfélaginu jafnframt því sem húsið gæti nýst fyrir ýmsa aðra starfsemi.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar fram komið vinnuskjal og óskar eftir að fulltrúar KF mæti á næsta fund ráðsins til þess að fara yfir framlagðar hugmyndir.

Þá er bæjarstjóra einnig falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að verklagi og ferli fyrir endurskoðun stefnunnar „Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála 2023 - 2035 í Fjallabyggð“. Mikilvægt er að stefnan sé uppfærð með reglubundnum hætti og taki mið af aðstæðum hverju sinni.

2.Hornbrekka - samningur við SÍ

Málsnúmer 2204077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá bæjarstjóra þar sem greint er frá rekstrarstöðu stofnunarinnar undanfarin ár. Bæjarstjóri lýsir yfir áhyggjum af hallarekstri sem hefur verið hjá stofnuninni undanfarin ár en þjónustan er lögbundin þjónusta ríkisins og því ekki á ábyrgð bæjarsjóðs. Bæjarstjóri leggur til að málið verið tekið til umfjöllunar í Velferðarnefnd Fjallabyggðar.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í Velferðarnefnd og óskar jafnframt eftir frekari upplýsingum í kjölfar þeirrar umfjöllunar.

3.Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2408001Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá því að gengið hafi verið til samninga við Berg um sameiningu íbúða í Skálarhlíð á forsendum útboðs sem fram fór á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næstu dögum.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra að ganga frá samningum við Berg ehf. um sameiningu þeirra tveggja íbúða í Skálarhlíð sem um ræðir á þeim nótum sem tilboð sem lagt var fram árið 2024 gerði ráð fyrir.

4.Framkvæmdir við skógrækt Ólafsfjarðar 2025

Málsnúmer 2508028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Skógræktarfélagi Ólafsfjarðar sem sent var sviðsstjóra skipulags - og framkvæmdasviðs og tilkynnt er um framkvæmdir við lagningu útivistarbrautar í gegnum svæði Skógræktarfélagsins. Sviðsstjóri hefur þegar bent Skógræktarfélaginu á að ekki liggur fyrir leyfi fyrir þessari stígagerð og ekkert samráð var haft við Fjallabyggð um lagninguna. Fram kemur í svari sviðsstjóra að sérstaklega þurfi að taka tillit til aurflóðahættu sem skapast getur á svæðinu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð furðar sig á að farið hafi verið í umræddar framkvæmdir án samráðs og/eða heimildar sveitarfélagsins og felur sviðsstjóra að stöðva allar framkvæmdir þar til fyrir liggur úttekt á heildarframkvæmd, m.a. með tilliti til vatnsflóða og fá þar álit starfsmanna Veðurstofu og annarra hlutaðeigandi.

5.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá fundi hjá skipulags - og framkvæmdasviði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga.

Málsnúmer 2507018Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið minnir á skráningu á fræðslufundi um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga en fræðslan fer fram á fjarfundi dagana 9. og 10. september n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Endurbætur á sundlaug Siglufjarðar

Málsnúmer 2502037Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi endurbætur á sundlaug Siglufjarðar en vegna aukinna framkvæmda mun opnun sundlaugar frestast til 15.september.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Innviðaþing 2025

Málsnúmer 2506041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Innviðaráðuneyti þar sem hvatt er til skráningar á Innviðaþing sem haldið verður 28.ágúst n.k. á Reykjavík Hótel Nordica undir yfirskriftinni "Sterkir innviðir - sterkt samfélag".
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Störf laus til umsóknar í stjórnsýslu

Málsnúmer 2503024Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri velferðarsviðs og bæjarstjóri tóku þá ákvörðun að loka ferli vegna umsóknar um starf deildarstjóra fræðslu - og frístundamála án ráðningar í ljósi þess ferlis sem er í gangi í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfið verður auglýst að nýju síðar í haust með ákveðnum breytingum á áherslum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.