Framkvæmdir við skógrækt Ólafsfjarðar 2025

Málsnúmer 2508028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 887. fundur - 21.08.2025

Fyrir liggur bréf frá Skógræktarfélagi Ólafsfjarðar sem sent var sviðsstjóra skipulags - og framkvæmdasviðs og tilkynnt er um framkvæmdir við lagningu útivistarbrautar í gegnum svæði Skógræktarfélagsins. Sviðsstjóri hefur þegar bent Skógræktarfélaginu á að ekki liggur fyrir leyfi fyrir þessari stígagerð og ekkert samráð var haft við Fjallabyggð um lagninguna. Fram kemur í svari sviðsstjóra að sérstaklega þurfi að taka tillit til aurflóðahættu sem skapast getur á svæðinu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð furðar sig á að farið hafi verið í umræddar framkvæmdir án samráðs og/eða heimildar sveitarfélagsins og felur sviðsstjóra að stöðva allar framkvæmdir þar til fyrir liggur úttekt á heildarframkvæmd, m.a. með tilliti til vatnsflóða og fá þar álit starfsmanna Veðurstofu og annarra hlutaðeigandi.