Knatthús í Fjallabyggð

Málsnúmer 2508022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 887. fundur - 21.08.2025

Fyrir liggur vinnuskjal frá bæjarstjóra þar sem farið er yfir hugmyndir að byggingu knatthúss í Fjallabyggð sem yrði 50x70 metrar að stærð og myndi stórauka nýtingu á æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu í sveitarfélaginu jafnframt því sem húsið gæti nýst fyrir ýmsa aðra starfsemi.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar fram komið vinnuskjal og óskar eftir að fulltrúar KF mæti á næsta fund ráðsins til þess að fara yfir framlagðar hugmyndir.

Þá er bæjarstjóra einnig falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að verklagi og ferli fyrir endurskoðun stefnunnar „Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála 2023 - 2035 í Fjallabyggð“. Mikilvægt er að stefnan sé uppfærð með reglubundnum hætti og taki mið af aðstæðum hverju sinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 888. fundur - 27.08.2025

Á fund bæjarráðs mættu Þorfinna Þrastardóttir og Kristján R Ásgeirsson frá KF og Óskar Þórðarson fulltrúi UÍF til þess að fara yfir hugmyndir um byggingu knatthúss í Fjallabyggð.
Fulltrúar KF upplýstu að á fundi hjá félaginu hefði verið sátt við þá forgangsröðun að byggja knatthús til þess að bæta aðstöðumál félagsins í stað þess að setja gervigras á heilan völl. KF lýsti því yfir að næstu skref yrðu það að haldinn yrði fundur á vettvangi félagsins þar sem formleg afstaða félagsins til breytinga á stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála 2023-2035 í þá vegu að fjárfest yrði í knatthúsi að stærð 50x72 í stað heils gervigrasvallar.

Samhliða felur bæjarráð bæjarstjóra að kanna fjármögnunarmöguleika og útboð á byggingu slíks húss jafnframt því að leggja fram tillögu að breytingum á stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála 2023 - 2035 fyrir næsta fund bæjarstjórnar í samræmi við afstöðu Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 889. fundur - 04.09.2025

Bæjarstjóri greindi frá félagsfundi KF sem hann sótti fyrir hönd Fjallabyggðar þann 2.september s.l.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og skila inn tillögum um hugsanlega framvindu þess m.t.t. útfærslu, kostnaðar, staðsetningu og fleira. Bæjarráð leggur áherslu á að málið verði áfram unnið í góðri sátt við KF og aðra aðila innan íþróttahreyfingarinnar í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 890. fundur - 18.09.2025

Fyrir liggur staðfesting frá KF á tillögu um breytingu á "Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023 - 2035". Staðfesting er send með tölvupósti þann 16. september og kemur þar fram að með breytingunum verði vikið frá framkvæmd á heilum gervigrasvelli og þess í stað ráðist í framkvæmd á knatthúsi að stærðinni 50x72m.

Tillaga að breytingu á stefnumótuninni er við lið 3, "Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar innanhúss og utan" og breytist forgangsröðun uppbyggingar þannig að liður 3.1. verði:

"Byggja upp góða heilsárs æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu í Ólafsfirði með byggingu knatthúss að stærðinni 50 x 72 m auk uppbyggingar á keppnisaðstöðu á núverandi grasvelli".

Jafnframt verði breyting á þá leið varðandi uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Ólafsfirði að markmiðið verði að "Knatthús að stærðinni 50 x 72 m verði byggt í Ólafsfirði fyrir ársbyrjun 2027".
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar KF fyrir staðfestingu á breytingatillögu á „Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023-2035“ og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 262. fundur - 25.09.2025

Í samræmi við samþykkt um breytingu á "Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023 - 2035" leggur bæjarstjóri til að hafist verði handa við undirbúning á útboði á 72x50 m knatthúsi í Ólafsfirði, breytingu á skipulagi sem nauðsynlegt er og að heimild verði gefin til fjármögnunar á verkefninu með lántöku á hagstæðum kjörum.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson, Guðjón M. Ólafsson og S.Guðrún Hauksdóttir.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu um að hafist verði handa við undirbúning á útboði á 72 x 50 m knatthúsi í Ólafsfirði, breytingu á skipulagi sem nauðsynleg er og veitir bæjarstjóra heimild til þess að óska eftir tilboðum í lánveitingu til að fjármagna verkefnið. Bæjarstjórn leggur áherslu á að nauðsynleg gögn til útboðs, breytingu á skipulagi og til lántöku verði hraðað þannig að hægt verði að setja verkefnið af stað með það að markmiði að það verði framkvæmt á árinu 2026.