Bæjarráð Fjallabyggðar

883. fundur 10. júlí 2025 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda.

Málsnúmer 2506040Vakta málsnúmer

Á fundinn eru mætt þau Bjarkey O Gunnarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar, til þess að fara yfir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra og deildarstjóra fyrir yfirferðina á málaflokknum og því samkomulagi sem liggur fyrir varðandi ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda. Áhrifin af samkomulaginu verða jákvæð fyrir þau verkefni sem Fjallabyggð er að sinna í málaflokknum á þessu ári en gert er ráð fyrir að ríkisvaldið taki alfarið yfir þau verkefni um næstu áramót.

2.Umsókn um styrk - félag eldri borgara í Fjallabyggð

Málsnúmer 2507003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá félögum eldri borgara í Fjallabyggð þar sem óskað eftir styrk á sömu nótum og var fyrir árið 2025.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar félögunum fyrir þeirra starf og erindið og vísar umsókn um styrk til gerðar fjárhagsáætlunar 2026.

3.Erindi vegna breytinga á skipulagi leikskólastarfs Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2507015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Auði Ösp Hlíðdal Magnúsdóttur og Daníel Pétri Baldurssyni, foreldrum barna á leikskóla í Fjallabyggð þar sem komið er á framfæri ábendingum, spurningum og áhyggjum vegna nýsamþykktra breytinga á skipulagi leikskólastarfs sem taka eiga gildi frá 1.ágúst 2025.
Vísað til starfshóps
Bæjarráð þakkar þær ábendingar sem fram koma í erindinu og bendir á að ítarleg vinna fór fram í vinnuhópi um betri leikskóla varðandi þær breytingar sem búið er að samþykkja. Vinnuhópurinn hélt fundi með ýmsum hagaðilum áður en til lokaskýrslu hópsins kom, m.a. var haldinn íbúa- og foreldrafundur þann 9. apríl þar sem helstu hugmyndir voru kynntar. Mikilvægt er jafnframt að gera leikskólann að eftirsóknarverðum vinnustað og er því þetta fyrirkomulag einungis hugsað sem tilraunaverkefni til eins árs. Bæjarráð beinir því til velferðarsviðs og vinnuhópsins að inn í hópinn komi fulltrúar foreldra leikskólabarna í báðum byggðakjörnum til þess að rýna breytingarnar í nóvember og mars líkt og óskað er eftir í erindinu.

4.Stuttmyndin Bycatch

Málsnúmer 2507017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá kvikmyndafyrirtækinu "Filmakademie Baden - Wurttemberg" þar sem óskað er eftir styrkveitingu til gerðar stuttmyndar um ungan sjómann frá Siglufirði en ætlunin er að taka upp myndina í september.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita verkefninu styrk í formi aðstöðu og aðstoðar við framkvæmd ef mögulegt er.
Jafnframt kr. 200.000 í fjárstyrk vegna kynningar bæjarins í verkefninu.

5.Loftlagsstefna Norðurlands eystra

Málsnúmer 2507007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá SSNE þar sem óskað er eftir staðfestingu Fjallabyggðar á þátttöku í mótun loftlagsstefnu Norðurlands eystra og auk þess að skipa fulltrúa í samstarfshóp.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð staðfestir þátttöku Fjallabyggðar í mótun loftlagsstefnu Norðurlands eystra og beinir því til sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að tilnefna fulltrúa af sviðinu í samstarfshópinn.

6.Fundargerðir Framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið - Norðurlandi

Málsnúmer 2303068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 5.fundi Framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið-Norðurlandi.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs og deildarstjóra félagsþjónustu að yfirfara drög að samningi um Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands og skila inn greinargerð til bæjarráðs fyrir næsta fund framkvæmdaráðs sem fyrirhugaður er í ágúst.

7.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl frá tveimur fundum hjá skipulags - og framkvæmdasviði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Undirbúningur aðalskipulags Skagafjarðar og Húnabyggðar - Fyrirspurn og umfjöllun um gerð vega um Húnavallaleið og Vindheimaleið.

Málsnúmer 2507019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afrit af bréfi til Vegagerðarinnar frá Samgöngufélaginu vegna undirbúnings að gerð aðalskipulags Skagafjarðar og Húnabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar fyrir janúar-júní 2025, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,8%% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

10.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 118.fundar markaðs - og menningarnefndar Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:15.