Stuttmyndin Bycatch

Málsnúmer 2507017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 883. fundur - 10.07.2025

Fyrir liggur erindi frá kvikmyndafyrirtækinu "Filmakademie Baden - Wurttemberg" þar sem óskað er eftir styrkveitingu til gerðar stuttmyndar um ungan sjómann frá Siglufirði en ætlunin er að taka upp myndina í september.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita verkefninu styrk í formi aðstöðu og aðstoðar við framkvæmd ef mögulegt er.
Jafnframt kr. 200.000 í fjárstyrk vegna kynningar bæjarins í verkefninu.