Bæjarráð Fjallabyggðar

879. fundur 13. júní 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Neysluvatn í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Málsnúmer 2506004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá sviðsstjóra skipulags - og framkvæmdasviðs um ástand neysluvatns í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði en kominn er tími á endurnýjun á lögnum. Ekki er gert ráð fyrir slíkri endurnýjun á fjárhagsáætlun en sviðsstjóri telur brýnt að fara í verkefnið hið fyrsta og skipta um lagnir í kjallara.
Samþykkt
Bæjarráð telur brýnt að skipta um þær lagnir sem um ræðir og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra að fá verðtilboð og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs ásamt tillögu að tilfærslu innan fjárhagsáætlunar þar sem ekki er gert ráð fyrir framkvæmdunum í áætlunum.

2.Fjárfestinga og viðhaldsáætlun Tæknideildar 2025

Málsnúmer 2411117Vakta málsnúmer

Leitað var verðtilboða í framkvæmdir við göngustíg við ósinn við Ólafsfjarðarvatn og liggja fyrir verðtilboð frá 4 verktökum. Öll tilboðin eru yfir áætluðum kostnaði við framkvæmdirnar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Árna Helgasonar vegna verksins. Bæjarráð leggur áherslu á að skýr tímamörk verði á verklokum og að tímaáætlun liggi fyrir áður en verkið hefst. Bæjarstjóra einnig falið að leggja fram tillögu að færslu innan fjárfestingaáætlunar fyrir næsta fund.

3.Málefni Leyningsáss ses

Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur staðfest fundargerð frá stjórn Leyningsáss ses þar sem stjórnin samþykkir samhljóða að leggja félagið niður.

Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við reglur sem gilda um slit sjálfseignarstofnana.

4.Síldarstúlkan - tillaga að minnisverki

Málsnúmer 2506002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Jóni Ingiberg Jónsteinssyni, myndlistamanni, þar sem hann kynnir hugmynd að stóru listaverki á vesturgafl ráðhússins á Siglufirði sem ber heitið "Síldarstúlkan".
Synjað
Bæjarráð þakkar Jóni Ingiberg fyrir erindið og góða hugmynd. Ekki er gert ráð fyrir slíku verki í gildandi áætlun og því ekki fært fyrir sveitarfélagið að koma að verkefninu á núverandi tímapunkti.

5.Skipulag skógræktar

Málsnúmer 2506005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Vinum íslenskrar náttúru þar sem bent er á mikilvægi skipulagningar á skógrækt þar sem skógrækt getur gerbreytt íslenskri náttúru.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Leiðbeiningar lögmanns KÍ-FT vegna dóma Félagsdóms

Málsnúmer 2506008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá lögmanni Kennarasambands Íslands þar sem lagðar eru fram leiðbeiningar um launaflokkaröðun tónlistarkennara í KÍ.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-maí 2025, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 100,5% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Ljóst er að launakostaður tímabils er nokkru hærri en áætlað var og liggja fyrir því nokkrar ástæður, s.s. nýir kjarasamningar við kennara og einskiptiskostnaður. Bæjarstjóra falið að undirbúa tillögur um jafnvægisaðgerðir með að leiðarljósi að grunnþjónustu, skylduverkefnum og fjárfestingagetu sveitarfélagsins verði forgangsraðað.

8.Efnahagsleg áhrif af gjaldtöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2506009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greining frá Hafnasambandi Íslands um efnahagsleg áhrif innviðagjalda á tekjur hafna af skemmtiferðaskipum. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að innviðagjöld muni hafa það í för með sér að skemmtiferðaskipaeigendur dragi úr umsvifum sínum hér á landi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Áskorun til sveitarfélaga - lækkun álagningarprósentu fasteignaskatta

Málsnúmer 2506013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Félagi atvinnurekenda þar sem félagið hvetur sveitarfélög eindregið til þess að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta í ljósi verulegrar hækkunar fasteignamats.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar erindi FA en álagningareglur fasteignagjalda Fjallabyggðar verða teknar til umfjöllunar og skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2026. Bæjarráð leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar verði gjaldskrár vegna fasteignagjalda til íbúa og fyrirtækja látnar fylgja verðlagsþróun og endurskoðaðar ef þurfa þykir. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og undirbúa fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

10.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá stöðufundi skipulags - og framkvæmdasviðs.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.