Áskorun til sveitarfélaga - lækkun álagningarprósentu fasteignaskatta

Málsnúmer 2506013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 879. fundur - 13.06.2025

Fyrir liggur erindi frá Félagi atvinnurekenda þar sem félagið hvetur sveitarfélög eindregið til þess að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta í ljósi verulegrar hækkunar fasteignamats.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar erindi FA en álagningareglur fasteignagjalda Fjallabyggðar verða teknar til umfjöllunar og skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2026. Bæjarráð leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar verði gjaldskrár vegna fasteignagjalda til íbúa og fyrirtækja látnar fylgja verðlagsþróun og endurskoðaðar ef þurfa þykir. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og undirbúa fyrir gerð fjárhagsáætlunar.