Fjárfestinga og viðhaldsáætlun Tæknideildar 2025

Málsnúmer 2411117

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 317. fundur - 04.12.2024

Lögð fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 875. fundur - 16.05.2025

Fyrir liggur tillaga að breytingum á fjárfestingaáætlun 2025 frá skipulags - og framkvæmdasviði. Tillagan gerir ráð fyrir tilfærslum innan áætlunar og hefur ekki fjárhagsleg áhrif.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdasviðs um tilfærslur á verkefnum innan fjárfestingaáætlunar 2025.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 879. fundur - 13.06.2025

Leitað var verðtilboða í framkvæmdir við göngustíg við ósinn við Ólafsfjarðarvatn og liggja fyrir verðtilboð frá 4 verktökum. Öll tilboðin eru yfir áætluðum kostnaði við framkvæmdirnar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Árna Helgasonar vegna verksins. Bæjarráð leggur áherslu á að skýr tímamörk verði á verklokum og að tímaáætlun liggi fyrir áður en verkið hefst. Bæjarstjóra einnig falið að leggja fram tillögu að færslu innan fjárfestingaáætlunar fyrir næsta fund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 880. fundur - 20.06.2025

Fyrir liggur samantekt á stöðu fjárfestingaáætlunar fyrir árið 2025.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóri greindi frá stöðu varðandi samþykkta fjárfestingaáætlun 2025 með þeim breytingum sem þegar hafa verið samþykktar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn tillögu að viðauka við fjárfestingaáætlun og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.