Neysluvatn í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Málsnúmer 2506004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 879. fundur - 13.06.2025

Fyrir liggur vinnuskjal frá sviðsstjóra skipulags - og framkvæmdasviðs um ástand neysluvatns í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði en kominn er tími á endurnýjun á lögnum. Ekki er gert ráð fyrir slíkri endurnýjun á fjárhagsáætlun en sviðsstjóri telur brýnt að fara í verkefnið hið fyrsta og skipta um lagnir í kjallara.
Samþykkt
Bæjarráð telur brýnt að skipta um þær lagnir sem um ræðir og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra að fá verðtilboð og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs ásamt tillögu að tilfærslu innan fjárhagsáætlunar þar sem ekki er gert ráð fyrir framkvæmdunum í áætlunum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 880. fundur - 20.06.2025

Kostnaður við viðgerðir á lögnum vegna neysluvatnslagna í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga er um 5 milljónir króna. Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra að tilfærslu innan fjárfestingaáætlunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda að sömu upphæð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra að tilfærslum innan fjárfestingaáætlunar að upphæð kr. 5.000.000 til að mæta kostnaði við endurnýjun á lögnum. Tilfærslan hefur ekki áhrif á heildarfjárfestingu ársins.