Bæjarráð Fjallabyggðar

811. fundur 20. nóvember 2023 kl. 16:15 - 18:48 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Álagning útsvars árið 2024

Málsnúmer 2311033Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga um álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2024.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um óbreytta útsvarsprósentu fyrir árið 2024, eða 14,70%. Tillögunni vísað til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024.

2.Gjaldskrár 2024 - Fasteignagjöld og afsláttur af fasteignaskatti

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2024 ásamt tillögu að reglum um afslátt til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2024 með uppreikningi á afsláttarfjárhæð og tekjutengingum.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögur að álagningarreglum fasteignagjalda og reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2024. Tillögunum vísað til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð áréttar að álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2024 verði óbreyttar og að viðmið um afslátt verði færð upp til samræmis við hækkun launavísitölu.

3.Styrkumsóknir 2024 - Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði.

Málsnúmer 2309078Vakta málsnúmer

Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir um styrki úr bæjarsjóði árið 2024.
Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar

4.Styrkumsóknir 2024 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.

Málsnúmer 2309072Vakta málsnúmer

Umsóknir félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2024 lagðar fram.
Samþykkt
Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar falin fullnaðarafgreiðsla umsókna í samræmi við gildandi reglur Fjallabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til handa félögum og félagasamtökum, sbr. einnig 6. gr. reglnanna.

5.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda frá janúar til október 2023 lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 101,18% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Rekstraryfirlit málaflokka 2023

Málsnúmer 2305068Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til október 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til október 2023 lagt fram til kynningar. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 121.088.672,- eða 99,75% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 45 á árinu og eru samtals 2.023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. Fjárhagsáætlun, gjaldskrá og skipting kostnaðar 2024

Málsnúmer 2311013Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 29. september sl. fjallaði skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga og samþykkti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun og drög að gjaldskrá fyrir tónlistarskólann, og vísaði til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar og bæjarráðs Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2024. Gjaldskrá mun hækka um 4,9%.

9.Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2024

Málsnúmer 2311025Vakta málsnúmer

Samningur við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl er runninn út.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir drögin með þeim fyrirvörum sem komu fram á fundinum og vísar afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarráðs.

10.Ósk um kaup á búnaði, þeytivindum í sundlaug á Siglufirði

Málsnúmer 2311024Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnublað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um ósk um kaup á þeytivindum fyrir íþróttamiðstöð, til uppsetningar í búningsklefum sundlaugar á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kaupin. Bæjarstjóra falið að klára málið.

11.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 2311023Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

12.Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2211118Vakta málsnúmer

Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar lögð fram til endurskoðunar samkvæmt 10. gr. samþykktarinnar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir tillögu um óbreytt kjör kjörinna fulltrúa og nefndafólks.

13.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd vísar umsögn um viðbyggingu við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði til bæjarráðs.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar fræðslu- og frístundanefnd fyrir bókunina. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins.

14.Breytingar á miðhæð Ráðhúss

Málsnúmer 2311029Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingum á útliti og nýtingu 2. hæðar ráðhússins við Gránugötu 24.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði hluti af verkefni starfshóps um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins.

15.Umsókn um stækkun lóðar við Alþýðuhúsið Siglufirði

Málsnúmer 2310044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur um lóðina Túngötu 22 undir lystigarð ásamt umsögn skipulags- og umhverfisnefndar frá 1. nóvember 2023. Nefndin lagði til að lystigarðurinn yrði á sér lóð í stað þess að sameinast lóð Alþýðuhússins við Þormóðsgötu 11-15. Einnig lagt fram lóðarblað sem hefur verið kynnt Aðalheiði og drög að lóðarleigusamning fyrir Túngötu 22.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og drög tæknideildar að lóðarleigusamningi og felur henni að afgreiða málið í samræmi við bókun nefndarinnar.

16.Erindi vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) um Vetraríþróttamiðstöð Íslands.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð getur m.v. framkomnar upplýsingar ekki tekið afstöðu til málsins.

17.Stöðuskýrsla frá Golfklúbbi Fjallabyggðar

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla frá Golfklúbbi Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

18.Styrkur til forvarna - heimsókn í grunn- og framhaldsskóla.

Málsnúmer 2311028Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Bergi Jónssyni.
Synjað
Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

19.Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða

Málsnúmer 2311031Vakta málsnúmer

Lögð er fram ábending Jafnréttisstofu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Mikilvægt er að taka tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku við breytingar á fyrirkomulagi leikskóla. Erindinu vísað til frekari umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

20.Ferðamálastefna Íslands til 2030

Málsnúmer 2309021Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að starfshópar sem hafa unnið að tillögum að aðgerðum inn í aðgerðaráætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030, hafa nú skilað umræddum tillögum til stýrihóps um ferðamálastefnuna.

Þær má nú sjá í Samráðsgátt stjórnvalda og hægt er að skoða þær hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3591

Í framhaldinu er á næstu vikum áformað að halda opna umræðu- og kynningarfundi um vinnuna í öllum landshlutum. Starfshóparnir halda áfram starfi sínu, vinna m.a. úr umsögnum og skila síðan endanlegum tillögum fyrir 15. desember 2023, til framangreinds stýrihóps verkefnisins sem samræmir aðgerðir í heildstæða aðgerðaáætlun og þingskjal, og skilar til ráðherra í janúar 2024.

Hægt er að að lesa meira í frétt á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/11/02/Fyrstu-drog-ad-adgerdum-i-adgerdaraaetlun-ferdamalastefnu-2030-til-umsagnar-i-samradsgatt-/
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til umræðu og umsagnar hjá markaðs- og menningarnefnd. Bæjarráð hvetur aðila í ferðaþjónustu til þess að kynna sér Ferðamálastefnuna og skila inn umsögnum telji þau þurfa.

21.Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Málsnúmer 2311030Vakta málsnúmer

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur nú birt grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks í samráðsgátt stjórnvalda á island.is.
Grænbók er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en nú er unnið að fyrstu heildarstefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks hér á landi.

Grænbókin er unnin í breiðu samráði við helstu haghafa en samráðið hófst í janúar 2023. Markmið grænbókar er að leggja mat á stöðu í málefnum innflytjenda og flóttafólks og greina helstu áskoranir og tækifæri til framtíðar. Lykilviðfangsefnum í grænbók er ætlað að leggja grunn að framtíðarstefnumótun í málaflokknum og stöðumatið verður nýtt til að mæla árangur tilvonandi stefnu.
Grænbókin er fyrst birt á íslensku en áætlað er að ensk og pólsk þýðing komi í samráðsgátt þann 20. nóvember næstkomandi. Opið er fyrir umsagnir um grænbók til 8. desember og er mælst til þess að umsagnir berist annað hvort á íslensku eða ensku.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

22.Evrópska Nýtnivikan - höfum það umbúðalaust

Málsnúmer 2311032Vakta málsnúmer

Dagana 18.-26. nóvember næstkomandi stendur Evrópska Nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Þema ársins er umbúðir undir slagorðinu Höfum það umbúðalaust!

Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir, skólar og almenningur eru hvött til þess að leggja sitt af mörkum til að draga úr notkun einnota umbúða.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

23.Molta fundargerðir og gögn.

Málsnúmer 2302063Vakta málsnúmer

Fundargerð 110. fundar stjórnar Moltu ehf. lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 28. fundar stýrihóps um heilsueflandisamfélag, 101. og 102. fundar markaðs- og menningarnefndar og 132. og 133. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 305. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, 150. fundar félagsmálanefndar og 141. fundar hafnarstjórnar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:48.