Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða

Málsnúmer 2311031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20.11.2023

Lögð er fram ábending Jafnréttisstofu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Mikilvægt er að taka tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku við breytingar á fyrirkomulagi leikskóla. Erindinu vísað til frekari umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 04.12.2023

Borist hefur erindi frá Jafnréttisstofu. Um er að ræða ábendingu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar ábendinguna og telur mikilvægt að skoða öll jafnréttissjónarmið þegar teknar eru stefnumótunarákvarðanir sem þessar.