Ferðamálastefna Íslands til 2030

Málsnúmer 2309021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 803. fundur - 08.09.2023

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á sérstakri upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp á vef stjórnarráðsins, þar sem hægt er að kynna sér vinnu sjö starfshópa sem eiga að skila tillögum að aðgerðum í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu til ársins 2030.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20.11.2023

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að starfshópar sem hafa unnið að tillögum að aðgerðum inn í aðgerðaráætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030, hafa nú skilað umræddum tillögum til stýrihóps um ferðamálastefnuna.

Þær má nú sjá í Samráðsgátt stjórnvalda og hægt er að skoða þær hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3591

Í framhaldinu er á næstu vikum áformað að halda opna umræðu- og kynningarfundi um vinnuna í öllum landshlutum. Starfshóparnir halda áfram starfi sínu, vinna m.a. úr umsögnum og skila síðan endanlegum tillögum fyrir 15. desember 2023, til framangreinds stýrihóps verkefnisins sem samræmir aðgerðir í heildstæða aðgerðaáætlun og þingskjal, og skilar til ráðherra í janúar 2024.

Hægt er að að lesa meira í frétt á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/11/02/Fyrstu-drog-ad-adgerdum-i-adgerdaraaetlun-ferdamalastefnu-2030-til-umsagnar-i-samradsgatt-/
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til umræðu og umsagnar hjá markaðs- og menningarnefnd. Bæjarráð hvetur aðila í ferðaþjónustu til þess að kynna sér Ferðamálastefnuna og skila inn umsögnum telji þau þurfa.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 07.12.2023

Bæjarráð vísaði drögum að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 til umræðu og umsagnar í markaðs- og menningarnefnd.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd fjallaði um drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030. Frestur til að skila inn umsögn í samráðsgátt rann út 30. nóvember sl. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Sigríði Ingvarsdóttur bæjarstjóra og hafnarstjóra Fjallabyggðarhafna og Anitu Elefsen umboðsmanns farþegaskipa í Fjallabyggð fyrir umsögn þeirra og tekur undir áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra breytinga á skipakomur í minni hafnir eins og Fjallabyggðarhafnir.