Álagning útsvars árið 2024

Málsnúmer 2311033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20.11.2023

Tekin fyrir tillaga um álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2024.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um óbreytta útsvarsprósentu fyrir árið 2024, eða 14,70%. Tillögunni vísað til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 237. fundur - 14.12.2023

Á 224. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar var samþykkt að hækka álagningarhlutfall útsvars árið 2023 í kjölfar samkomulags milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta um sérstaka viðbótarfjármögnun á þjónustu við fatlað fólk. Gert var ráð fyrir að útsvarsálagning sveitarfélaga myndi hækka um 0,22% árið 2023 gegn samsvarandi lækkun tekjuskattsálagningar ríkisins.
Komi til sams konar breyting á álagningarhlutfalli útsvars fyrir árið 2024 er bæjarráði falin heimild skv. 5. mgr. 31. gr. og 32. gr. samþykktar um stjórn Fjallabyggðar til að fullnaðarafgreiða málið fyrir 31.12.2023.
Samþykkt
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.