Umsókn um stækkun lóðar við Alþýðuhúsið Siglufirði

Málsnúmer 2310044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 304. fundur - 01.11.2023

Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur dags. 13.10.2023. Óskað er eftir úthlutun lóðarinnar Túngötu 22 og að hún verði sameinuð lóð Alþýðuhússins að Þormóðsgötu 11-15. Markmið Aðalheiðar er að koma upp skúlptúra garði á lóðinni sem opinn verður gestum og heimamönnum. Einnig óskað eftir leyfi til að byggja steyptan vegg til að afmarka garðinn til vesturs.
Vísað til nefndar
Nefndin tekur jákvætt í erindið en leggur til að listigarðurinn Garður verði á sér lóð, Túngötu 22. Tæknideild falið að útbúa drög að nýjum lóðarblöðum fyrir Þormóðsgötu 11-15 og Túngötu 22 og leggja fyrir bæjarráð og lóðarhafa. Nefndin gerir ekki athugasemdir við steyptan vegg en bendir á að leita þarf samþykkis lóðarhafa við Túngötu 20B þar sem veggurinn liggur að lóðarmörkum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20.11.2023

Lögð fram umsókn Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur um lóðina Túngötu 22 undir lystigarð ásamt umsögn skipulags- og umhverfisnefndar frá 1. nóvember 2023. Nefndin lagði til að lystigarðurinn yrði á sér lóð í stað þess að sameinast lóð Alþýðuhússins við Þormóðsgötu 11-15. Einnig lagt fram lóðarblað sem hefur verið kynnt Aðalheiði og drög að lóðarleigusamning fyrir Túngötu 22.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og drög tæknideildar að lóðarleigusamningi og felur henni að afgreiða málið í samræmi við bókun nefndarinnar.