Bæjarráð Fjallabyggðar

790. fundur 16. maí 2023 kl. 08:15 - 09:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni félagsmáladeildar 2023

Málsnúmer 2302059Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

2.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar með kostnaðarmati á bættu aðgengi á bílaplani sunnan við íþróttahúsið.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og felur honum að framkvæma skriflega verðkönnun sbr. innkaupareglur á meðal verktaka um að vinna verkið og síðan leggja fyrir bæjarráð beiðni um viðauka vegna verksins.

3.Staða framkvæmda og viðhalds 2023

Málsnúmer 2303024Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir bókfærða stöðu viðhaldskostnaðar á árinu.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir mánaðarlega skýrslu um viðhald á vegum sveitarfélagsins. Bæjarráð óskar eftir lista frá deildarstjóra yfir viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins.

4.Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

Málsnúmer 2303074Vakta málsnúmer

Á 784. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að kanna hvernig starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð eru m.t.t. þeirra ábendinga sem koma fram í bréfi verkefnastjórnar um starfsaðstæður og starfskjör kjörinna fulltrúa. Minnisblað bæjarstjóra um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa lagt fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir minnisblaðið. Málinu vísað til umræðu í bæjarstjórn.

5.Framkvæmdir við golfvöll í Skeggjabrekkudal.

Málsnúmer 2210059Vakta málsnúmer

Minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála um framkvæmdir við golfvöll í Skeggjabrekkudal lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að útbúa viðauka að fjárhæð kr. 5.000.000,- og leggja fyrir bæjarráð.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2107019Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Afgreiðslu frestað

7.Upptökur á fundum bæjarstjórnar

Málsnúmer 2010076Vakta málsnúmer

Erindi Hljóðsmárans ehf. um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagt fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar Trölla.is fyrir fyrirspurnina. Bæjarráð vill minna á að fundir bæjarstjórnar eru opnir fundir. Málinu vísað til bæjarstjórnar til umræðu.

8.Rásfundur fyrir forsetakosningar 2024

Málsnúmer 2305045Vakta málsnúmer

Erindi landskjörstjórnar um rásfund fyrir forsetakosningar 2024 lagt fram.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð leggur til að fulltrúi yfirkjörstjórnar í Fjallabyggð sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að setja sig í samband við yfirkjörstjórn Fjallabyggðar varðandi val á fulltrúa.

9.Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 2111026Vakta málsnúmer

Endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 lögð fram með ósk um að hún verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir svæðisáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til umræðu og samþykkis.

10.Skýrsla Flugklasans Air 66N 2023

Málsnúmer 2305022Vakta málsnúmer

Skýrsla Markaðsstofu Norðurlands um starfs Flugklasans Air 66N lögð fram.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Kjaradeila BSRB - tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar

Málsnúmer 2305043Vakta málsnúmer

Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð Fjallabyggðar hvetur samninganefndir í deilunni til þess að sinna skyldu sinni og ganga frá kjarasamningi svo mikilvæg almenningsþjónusta riðlist ekki frekar.

12.Dúntekja í bæjarlandi Siglufjarðar

Málsnúmer 2207020Vakta málsnúmer

Bréf Innviðaráðuneytisins vegna dúntekju í bæjarlandi Siglufjarðar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt sé að skapa sátt um dúntekju í lendum sveitarfélagsins til framtíðar og álítur í ljósi niðurstöðu ráðuneytisins að málinu sé lokið.

13.Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023

Málsnúmer 2305046Vakta málsnúmer

Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til allra sveitarfélaga landsins um almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2023

Málsnúmer 2301068Vakta málsnúmer

Fundargerð 52. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.