Umsókn um heimild til gerðar breytingartillögu á deiluskipulagi Leirutanga

Málsnúmer 2107019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21.07.2021

Lagt fram erindi Magnúsar Tómassonar f.h. Bás ehf., dagsett 8. júlí 2021 þar sem óskað er eftir heimild til gerðar breytingartillögu á deiliskipulagi Leirutanga, nánar tiltekið fyrir lóðina Egilstanga 1 þar sem starfsemi Bás ehf. er í dag. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni er þörf á breytingu aðalskipulags fyrir lóðina. Í breytingartillögunni yrði áfram gert ráð fyrir núverandi starfsemi á stækkaðri lóð Egilstanga 1 með kvöð um aðgengi að jarðlögnum sveitarfélagsins og mótvægisaðgerðum vegna ásýndar og ytri áhrifum starfseminnar gagnvart útivistarsvæði, griðlandi fugla og tjaldsvæði.
Nefndin heimilar framlagningu breytingartillögu á deiliskipulagi Leirutanga við Egilstanga 1.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 04.05.2022

Lögð fram tillaga frá Bás ehf. um breytingu á deiliskipulagi Leirutanga. Svæðið sem breytingin nær til er norðaustast á Leirutanga, þar eru iðnaðarlóðirnar Egilstangi 1 (L142476) og Egilstangi 5 (L174871.) Breytingin felst m.a. í lóðarstækkun þar sem Egilstangi 1 stækkar úr 2205 m² í 7911 m², tilfærslu á götu, bílastæðum og gönguleið. Gert er ráð fyrir að jarðvegsmön verði komið fyrir á norður og vestur lóðarmörkum Egilstanga 1. Breytingin kallar einnig á breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin gerir eftirfarandi athugasemd. Gert verði ráð fyrir gróðurbelti við suðurmörk á svæðinu sem myndar náttúrulega mön. Nefndin felur tæknideild að vinna breytingartillöguna áfram með Bás ehf. og vinna breytingu á aðalskipulagi samhliða.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 06.07.2022

Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga fyrir Leirutanga. Svæðið sem breytingin nær til er norðaustast á Leirutanga, þar eru iðnaðarlóðirnar Egilstangi 1 (L142476) og Egilstangi 5 (L174871.) Breytingin felst m.a. í lóðarstækkun þar sem Egilstangi 1 stækkar úr 2205 m² í 7911 m², tilfærslu á götu, bílastæðum og gönguleið. Gert er ráð fyrir að jarðvegsmön verði komið fyrir á norður og vestur lóðarmörkum Egilstanga 1 og gróðurbelti verður komið fyrir sunnan megin.
Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir við tillöguna;

Skilgreina þarf hæð á jarðvegsmönum að lágmarki 3 metrar.

Í kafla 4.2.2: Við 2. málsgrein bætist: Lóðarhöfum Egilstanga 1 er skylt að reisa jarðvegsmanir meðfram norður- og vesturlóðamörkum Egilstanga 1 og gróðurbelti við suðurlóðamörk Egilstanga 1 og 5. Tilgangur gróðurbeltisins er að mynda náttúrulega mön við lóðamörk að sunnanverðu.
Gróður gerð skal ákveðin af sveitarfélagi og lóðarhöfum.
Gera þarf sömu breytingu á kafla. 4.2.6 varðandi jarðvegsmanir.
Skilgreining á frágangi breytist ekki.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 01.02.2023

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við breytingu á deiliskipulagi Leirutanga, Siglufirði. Deiliskipulagsbreytingin er unnin af Stoð Verkfræðistofu f.h. Bás ehf. Svæðið sem breytingin nær til er norðaustast á Leirutanga þar sem lóðinar Egilstangi 1 og Egilstangi 5 standa.
Samþykkt
Tæknideild er falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16.05.2023

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Afgreiðslu frestað

Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23.05.2023

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 325. fundur - 20.08.2025

Deiliskipulag á Leirutanga lagt fyrir að nýju að beiðni Bás ehf.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin stendur við fyrri afstöðu sína um að starfsemi Báss ehf. á Leirutanga verði fest í sessi á svæði, að beiðni fyrirtækisins. Hugmyndir fyrirtækisins um afmörkun athafnasvæðis með mönum og gróðri falla vel að fyrri stefnu bæjarstjórnar um þróun svæðisins. Nefndin óskar eftir afstöðu bæjarstjórnar til hvort að:
1) Beiðni Bás ehf. verði hafnað.
2) Skipulagsferlið verði hafið að nýju, með auglýsingu skipulagslýsingar og samhliða breytingu á aðalskipulagi.
3) Skipulagstillaga Báss ehf. verði tekin inn í heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins með samhliða breytingum á aðalskipulagi, ef þörf krefur.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 261. fundur - 04.09.2025

Á fundi sínum þann 20.ágúst s.l. bókaði Skipulags - og umhverfisnefnd Fjallabyggðar eftirfarandi vegna tillögu Báss ehf. um breytingu á deiliskipulagi Leirutanga.

"Nefndin stendur við fyrri afstöðu sína um að starfsemi Báss ehf. á Leirutanga verði fest í sessi á svæði, að beiðni fyrirtækisins. Hugmyndir fyrirtækisins um afmörkun athafnasvæðis með mönum og gróðri falla vel að fyrri stefnu bæjarstjórnar um þróun svæðisins. Nefndin óskar eftir afstöðu bæjarstjórnar til hvort að:
1) Beiðni Báss ehf. verði hafnað.
2) Skipulagsferlið verði hafið að nýju, með auglýsingu skipulagslýsingar og samhliða breytingu á aðalskipulagi.
3) Skipulagstillaga Báss ehf. verði tekin inn í heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins með samhliða breytingum á aðalskipulagi, ef þörf krefur."
Samþykkt
Til máls tóku S.Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Guðjón M Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson og Tómas Atli Einarsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að skipulagstillaga Báss ehf. verði tekin inn í heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins með samhliða breytingum á aðalskipulagi ef þörf krefur og er það í samræmi við tillögu 3 í bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.ágúst s.l.