Erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2023

Málsnúmer 2210059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 764. fundur - 25.10.2022

Lagt er fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar er varðar áframhaldandi samstarf um uppbyggingu á Skeggjabrekkuvelli
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Golfklúbbi Fjallabyggðar fyrir erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16.05.2023

Minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála um framkvæmdir við golfvöll í Skeggjabrekkudal lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að útbúa viðauka að fjárhæð kr. 5.000.000,- og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 792. fundur - 31.05.2023

Á 790. fundi bæjarráðs var deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka
við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð kr. 5.000.000, vegna framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli. Viðauki 8 lagður fram. Framkvæmdirnar verða eignfærðar og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.