Óskað umsagnar Fjallabyggðar

Málsnúmer 2207020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 752. fundur - 18.07.2022

Lagt fram erindi frá Innviðaráðuneytinu dags. 12. júlí 2022 þar sem fram kemur að Innviðaráðuneytinu hafi borist ábending um meinta ólögmæta stjórnsýslu sveitarfélagsins Fjallabyggðar vegna úthlutunar á dúntekju í bæjarlandi Siglufjarðar.

Er hér með óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um framangreind atriði málsins auk annara upplýsinga um meðferð og aðdraganda málsins á grundvelli 113. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Skulu umbeðnar upplýsingar hafa borist ráðuneytinu rafrænt, eigi síðar en 15. ágúst nk. af þeim fengnum mun ráðuneytið taka afstöðu til þess hvort málið gefi tilefni til frekari skoðunar af hálfu þess á grundvelli 109. gr. og 112. gr. sveitarstjórnarlaga.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá lögmanni sveitarfélagsins og að hún verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16.05.2023

Bréf Innviðaráðuneytisins vegna dúntekju í bæjarlandi Siglufjarðar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt sé að skapa sátt um dúntekju í lendum sveitarfélagsins til framtíðar og álítur í ljósi niðurstöðu ráðuneytisins að málinu sé lokið.