Kjaradeila BSRB - tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar

Málsnúmer 2305043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16.05.2023

Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð Fjallabyggðar hvetur samninganefndir í deilunni til þess að sinna skyldu sinni og ganga frá kjarasamningi svo mikilvæg almenningsþjónusta riðlist ekki frekar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23.05.2023

Tilkynning Kjalar - stéttarfélags í almannaþágu um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 792. fundur - 31.05.2023

Lagðar fram ýmsar upplýsingar vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða hjá bæjarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóri fór yfir stöðu vegna yfirvofandi verkfalls félagsmanna stéttarfélagsins Kjalar. Ljóst er að boðað verkfall hefur víðtæk áhrif á þjónustu sveitarfélagsins. Bæjarstjóri, deildarstjórar og forstöðumenn stofnanna eru að vinna áætlun til þess að lágmarka þjónustuskerðingu sem verður birt á heimsíðu sveitarfélagsins. Þá er bæjarstjóra falið að uppfæra undanþágulista við næstu endurskoðun þeirra.