Staða framkvæmda og viðhalds 2023

Málsnúmer 2303024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14.03.2023

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu framkvæmda og viðhalds á árinu. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar um viðhaldsþörf á Sundhöll Siglufjarðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og heimilar fyrir sitt leyti að rætt verði við VSÓ ráðgjöf um að framkvæma úttekt á viðhaldsþörf við íþróttamiðstöðina við Hvanneyrarbraut.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16.05.2023

Lagt fram yfirlit yfir bókfærða stöðu viðhaldskostnaðar á árinu.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir mánaðarlega skýrslu um viðhald á vegum sveitarfélagsins. Bæjarráð óskar eftir lista frá deildarstjóra yfir viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 793. fundur - 06.06.2023

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram og fór yfir bókfærða stöðu áfallins viðhaldskostnaðar á árinu ásamt stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 799. fundur - 11.08.2023

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram og fór yfir bókfærða stöðu áfallins viðhaldskostnaðar á árinu ásamt stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirferð. Búið er að nota um 50% af því fjármagni sem ætlað var til fjárfestinga á árinu 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13.10.2023

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram og fór yfir bókfærða stöðu áfallins viðhaldskostnaðar á árinu ásamt stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferð á framkvæmdum og viðhaldi á árinu.