Bæjarráð Fjallabyggðar

182. fundur 31. ágúst 2010 kl. 17:00 - 19:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Skólabyrjun Tónskóla Fjallabyggðar 2010-2011

Málsnúmer 1008059Vakta málsnúmer

Skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn og fór yfir starfsmannalista og stöðuhlutföll við skólann veturinn 2010 - 2011.

1. lið 50. fundar fræðslunefndar Fjallabyggðar - áður frestað.
Í lok yfirferðar var skólastjóra þökkuð fundarsetan og góðar skýringar.
1. liður 50. fundar fræðslunefndar samþykktur með 3 atkvæðum. 

2.Ráðning verkstjóra í þjónustumiðstöð

Málsnúmer 1004045Vakta málsnúmer

Bjarkey bókar: "að hún gerir athugasemd við, að ekki hafi legið fyrir í fundarboði hvaða tillögu hafi átt að taka fyrir".
 

Undir þessum lið véku Bjarkey Gunnarsdóttir og  Ingvar Erlingsson af fundi og í stað Ingvars kom Sólrún Júlíusdóttir.
 

Bæjarráð samþykkir að taka til endurskoðunar ákvörðun bæjarstjórnar í málefnum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar. Í ljósi þess samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ráða Guðna M. Sölvason til starfa sem verkstjóra við þjónustumiðstöð Fjallabyggðar frá og með næstu mánaðarmótum að telja.

Samþykkt samhljóða.
 

Egill bókar: "Nú þegar er búið að ráða verkstjóra í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar legg ég til, að skoðað verði að færa tæknideild í þjónustumiðstöð við Lækjargötu á Siglufirði, því klárlega þurfa þessar tvær deildir að vinna mjög náið saman, það er starfsfólk þjónustumiðstöðvar og tæknideildar og gæti verið hagræðing í þessu til að mynda með nýtingu á starfsfólki yfir orlofstímann og fleira".

 

 

3.Húsvörður í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1008134Vakta málsnúmer

Skólastjóri hefur óskað eftir afstöðu bæjarráðs um mögulega tilfærslu starfsmanns úr þjónustumiðstöð í grunnskólann í starf húsvarðar/umsjónarmanns.
Bæjarstjóri hefur rætt málið við verkstjóra þjónustumiðstöðvar eftir yfirferð með formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar.

Lagt er til að Hafþór Kolbeinsson verði færður til í starfi, sem húsvörður/umsjónarmaður grunnskóla Fjallabyggðar í 50% stöðu til 2 ára.

Samþykkt samhljóða.

4.Framtíðarfyrirkomulag íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Málsnúmer 1008030Vakta málsnúmer

Frístundanefnd leggur til að stofnanirnar verði sameinaðar undir einum forstöðumanni, eins fljótt og mögulegt er.

Nefndin leggur til að starfið verði auglýst í samræmi við starfsmannastefnu Fjallabyggðar og forstöðumaður hefji störf 1. október 2010, jafnframt leggur nefndin til að íþrótta- og tómstundafulltrúi í samráði við bæjarstjóra verði falið að gera drög að starfslýsingu fyrir starf forstöðumanns, skilgreina þær kröfur sem gera þarf til umsækjenda um stöðuna og auglýsa hana. Einnig leggur nefndin til að nýr forstöðumaður vinni tillögur að hagræðingu og samþættingu í rekstri með íþrótta- og tómstundafulltrúa og skili inn til nefndarinnar, eigi síðar en við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Samþykkt samhljóða.

5.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1006050Vakta málsnúmer

Samkvæmt lögum Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum um aðalfund á sveitarfélag með 2001 - 3000 íbúa rétt sæti fyrir 4 fulltrúa.

Kjörnir voru:

Ingvar Erlingsson aðalmaður og Sólrún Júlíusdóttir varamaður

Siguður Valur Ásbjarnarson aðalmaður og Þorbjörn Sigurðsson varamaður

Helga Helgadóttir aðalmaður og Egill Rögnvaldsson varamaður

Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður og Sigurður Hlöðvesson varamaður

Samþykkt samhljóða.

6.Fundarboðun vinnuhóps um sameiningarkosti sveitarfélaga á svæði Eyþings

Málsnúmer 1008130Vakta málsnúmer

Boðað er til fundar 3. september á Hótel KEA Akureyri. Fulltrúi sveitarfélagsins er Sigurður Valur Ásbjarnarson sem er aðalmaður en Þorbjörn Sigurðsson er varamaður.

Samþykkt samhljóða.

7.Rennibraut við sundlaugina í Ólafsfirði

Málsnúmer 1007079Vakta málsnúmer

Kaupsamningur lagður fyrir bæjarráð

Bæjarstjóra falið að undirrita kaupsamning.

Samþykkt með 2 atkvæðum, Egill Rögnvaldsson situr hjá.

8.Söluheimild - Steyr, dráttarvél VR-716 og sturtuvagn

Málsnúmer 1008006Vakta málsnúmer

Samþykkt var á fundi bæjarráðs þann 10. ágúst að auglýsa dráttarvél og sturtuvagn í eigu bæjarfélgsins til sölu.  Skilafrestur tilboða var kl.15.00, 24. ágúst 2010.  Fimm aðilar gerðu tilboð í Steyr 970, VR-716 og sturtuvagn.

Afgreiðslu frestað.

 

9.Beiðni um aukið framlag fyrir gjaldaliðinn 02-11, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1008088Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd hefur samþykkt að óska eftir auknu framlagi vegna gjaldaliðarins 02-11 - fjárhagsaðstoðar, þar sem sýnt þykir að fárhagsrammi skv. áætlun dugar ekki til að mæta útgjöldum ársins.  Sótt er um hækkun um kr. 750.000.

Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

10.Fjallskil haustsins

Málsnúmer 1008092Vakta málsnúmer

Auka þarf fjárheimildir um 460 þús

Á fjárhagsáætlun 2010 eru áætlaðar kr. 300 þús í önnur þjónustukaup en kostnaður við fjársmölun og réttir í Fjallabyggð haustið 2010 er kr. 760 þús.  Sótt er um hækkun sem því nemur.

Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

11.Kostnaður sveitarfélaganna við almenningssamgöngur

Málsnúmer 1008124Vakta málsnúmer

Verið er að skoða leiðir til að efla almenningssamgöngur og búa til heildstætt kerfi fyrir allt landið, á vegum Samgönguráðuneytisins.  Óskar Eyþing eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum á starfsvæðinu vegna þessarar vinnu.  Óskað er eftir að teknar verði saman upplýsingar um hve miklum fjárhæðum sveitarfélögin hafa varið til eftirfarandi samgangna á árinu 2009:

Akstur vegna grunnskóla, akstur vegna framhaldsskóla, akstur vegna þjónustu við fatlaða og aldraða og aðrar almenningssamgöngur.

Skrifstofustjóra falið að  svara erindinu.

12.Skemmtiferðaskipamál

Málsnúmer 1008125Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Anitu Elefsen fyrir hönd Síldarminjasafnsins þar sem lagðar eru fram hugmyndir um markaðssetningu og þjónustu við ferðamenn í sveitarfélaginu. 

Málinu vísað til atvinnu- og ferðamálanefndar.

13.Kirkjuvegur 19, Ólafsfirði

Málsnúmer 1008126Vakta málsnúmer

Sigríður Margrét Jónsdóttir óskar eftir styrkveitingu til að reka húsið að Kirkjuvegi 19, Ólafsfirði.

Erindinu hafnað.

14.Uppgræðsla á námu og gerð golfvallar í Hólsdal

Málsnúmer 1003172Vakta málsnúmer

 Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2011. 

15.Vinnuhópur - Opnun Héðinsfjarðarganga

Málsnúmer 1008025Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð undirbúningshóps vegna vígslu Héðinsfjarðarganga.

16.Staða framkvæmda 2010

Málsnúmer 1008132Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar upplýsingar frá skipulags- og byggingarfulltrúa um framkvæmdir í sveitarfélaginu. 

Óskar bæjarráð eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi komi á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

17.Framkvæmdir - Malbikun í Ólafsfirði

Málsnúmer 1008133Vakta málsnúmer

Framkomnar óskir um breytingar á verkefnum sumarsins

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

18.Tröllaskagi nýr hringvegur um Ísland

Málsnúmer 1008131Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson fyrir hönd  Bátaferða ehf. sendir inn bréf þar sem hann leggur til að næstkomandi vetur verði nýttur til að stilla saman strengi ferðaþjónustu Skagafjarðar, Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar til að vekja athygli á Tröllaskagahringnum.

Lagt fram til kynningar.

19.Útboð akstursþjónustu

Málsnúmer 1004050Vakta málsnúmer

Drög að samningi lögð fram

Bæjarstjóra er heimilt að undirrita samninginn með áorðnum breytingum og framkomnum athugasemdum.

20.Yfirlit yfir stöðu mála

Málsnúmer 1008110Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, yfirlit yfir stöðu mála hjá sveitarfélaginu.

21.Fundargerð 215. fundar Stjórnar Eyþings frá 10. ágúst 2010

Málsnúmer 1008122Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.