Framtíðarfyrirkomulag íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Málsnúmer 1008030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 182. fundur - 31.08.2010

Frístundanefnd leggur til að stofnanirnar verði sameinaðar undir einum forstöðumanni, eins fljótt og mögulegt er.

Nefndin leggur til að starfið verði auglýst í samræmi við starfsmannastefnu Fjallabyggðar og forstöðumaður hefji störf 1. október 2010, jafnframt leggur nefndin til að íþrótta- og tómstundafulltrúi í samráði við bæjarstjóra verði falið að gera drög að starfslýsingu fyrir starf forstöðumanns, skilgreina þær kröfur sem gera þarf til umsækjenda um stöðuna og auglýsa hana. Einnig leggur nefndin til að nýr forstöðumaður vinni tillögur að hagræðingu og samþættingu í rekstri með íþrótta- og tómstundafulltrúa og skili inn til nefndarinnar, eigi síðar en við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Samþykkt samhljóða.