Fjallskil haustsins

Málsnúmer 1008092

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 181. fundur - 24.08.2010

Á fund bæjarráð mætti Hreinn Júlíusson fulltrúi tæknideildar og upplýsti um eftirtalin atriði.

  • Héðinsfjörður - bráðabirgðaaðhald - staðsetning réttar.
  • Samningaviðræður við Fljótamenn.
  • Styrkir til smölunar og aðkoma landeigenda.
  • Endurbætur á rétt að Kálfsá.
    Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að kostnaðarupplýsingar vegna fjallskila verða lagðar fram á næsta fundi.
    Bæjarráð samþykkir að samræma beri reglur í sveitarfélaginu varðandi fjallskil fyrir göngur 2011.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 182. fundur - 31.08.2010

    Auka þarf fjárheimildir um 460 þús

    Á fjárhagsáætlun 2010 eru áætlaðar kr. 300 þús í önnur þjónustukaup en kostnaður við fjársmölun og réttir í Fjallabyggð haustið 2010 er kr. 760 þús.  Sótt er um hækkun sem því nemur.

    Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

    Bæjarráð Fjallabyggðar - 186. fundur - 05.10.2010

    Í erindi eigenda jarðanna Auðna og Hringverskots í Ólafsfirði er gerð athugasemd við mismunun í sveitarfélaginu varðandi fjallskil og þess óskað að allir jarðeigendur í Fjallabyggð sitji við sama borð.
    Bæjarráð fjallaði um fjallskil á 181. fundi sínum 24. ágúst s.l.

    og samþykkti að samræma reglur í sveitarfélaginu varðandi fjallskil fyrir göngur 2011.
    Bæjarráð telur eðlilegt að taka málið til frekari skoðunar og felur bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum.