Kostnaður sveitarfélaganna við almenningssamgöngur

Málsnúmer 1008124

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 182. fundur - 31.08.2010

Verið er að skoða leiðir til að efla almenningssamgöngur og búa til heildstætt kerfi fyrir allt landið, á vegum Samgönguráðuneytisins.  Óskar Eyþing eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum á starfsvæðinu vegna þessarar vinnu.  Óskað er eftir að teknar verði saman upplýsingar um hve miklum fjárhæðum sveitarfélögin hafa varið til eftirfarandi samgangna á árinu 2009:

Akstur vegna grunnskóla, akstur vegna framhaldsskóla, akstur vegna þjónustu við fatlaða og aldraða og aðrar almenningssamgöngur.

Skrifstofustjóra falið að  svara erindinu.