Framkvæmdir - Malbikun í Ólafsfirði

Málsnúmer 1008133

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 182. fundur - 31.08.2010

Framkomnar óskir um breytingar á verkefnum sumarsins

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 53. fundur - 08.09.2010

Framkomnar óskir um breytingar á verkefnum sumarsins voru ræddar á 182. fundi bæjarráðs, og afgreiðslu frestað.
Fyrir liggur tillaga B og D lista um að áætlun um malbikun í Ólafsfirði breytist á þann veg að við bætist bílastæði við hús eldri borgara í Ólafsfirði, en yfirlögn á Hornbrekkuveg er frestað. Öðrum breytingum er vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2011.
Til máls tóku: Bjarkey Gunnarsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson
Tillaga samþykkt með 8 atkvæðum.
Bjarkey Gunnarsdóttir sat hjá.