Beiðni um aukið framlag fyrir gjaldaliðinn 02-11, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1008088

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 24.08.2010

Félagsmálanefnd samþykkir að óska eftir auknu framlagi vegna gjaldaliðarins 02-11-fjárhagsaðstoð, þar sem sýnt þykir að fjárhagsrammi skv. áætlun dugar ekki til að mæta útgjöldum ársins.  Félagsmálastjóra falið að senda erindið til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 182. fundur - 31.08.2010

Félagsmálanefnd hefur samþykkt að óska eftir auknu framlagi vegna gjaldaliðarins 02-11 - fjárhagsaðstoðar, þar sem sýnt þykir að fárhagsrammi skv. áætlun dugar ekki til að mæta útgjöldum ársins.  Sótt er um hækkun um kr. 750.000.

Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 17.11.2010

Félagsmálanefnd samþykkir að óska eftir auknu framlagi vegna gjaldaliðarins 02-11-fjárhagsaðstoð, þar sem sýnt þykir að fjárhagsrammi skv. áætlun dugar ekki til að mæta útgjöldum ársins.  Félagsmálastjóra falið að senda erindið til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 192. fundur - 23.11.2010

Í erindi félagsmálastjóra er óskað eftir auknu framlagi fyrir gjaldaliðinn 02-11, fjárhagsaðstoð, að upphæð ein milljón króna vegna mikillar aukningar á verkefnum.
Fram kom á fundinum að tekjur dagvistar aldraðra eru meiri en gert var ráð fyrir í áætlun og vegur ofangreinda beiðni svo til upp.
Bæjarráð samþykkir erindið.