Leiðbeiningar og fyrirmynd varðandi stefnu um þjónustustig

Málsnúmer 2211107

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 768. fundur - 22.11.2022

Innviðaráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi:

Að beiðni innviðaráðuneytisins vinnur Byggðastofnun nú að gerð leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að "sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum." Norðurþing varð fyrir valinu sem tilraunasveitarfélag í þessu verkefni og samstarf við sveitarfélagið hófst fljótlega eftir að sú ákvörðun var tekin. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki 1. desember nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.